föstudagur, nóvember 28, 2003

það var verið að taka viðtal við mig og ég þyki "skemmtilegur og líflegur viðmælandi" ... ok:) ekki slæmt:) en ég held að ég hafi ekki sagt neitt mikið af viti samt:) viðtalið snérist um viðhorf til trúmála, kristni, heiðni, islam etc. hvað ég hefði kynnt mér og hvað mér fyndist og almennar heimsmyndapælingar:) ... mjög skemmtilegt samt að taka sér frí frá náminu til að tala um eitthvað gersamlega óskylt mínum ritgerðarefnum til að hjálpa samnemanda með sína:)

annars fór ég á jólahlaðborð í gær í Perlunni, á þakkargjörðardaginn sjálfan og þó að ég sé ekki amerísk þá hélt ég uppá daginn með því að borða alltof mikið... of mikið af of góðum mat á þessu hlaðborði, sem er að sjálfsögðu alls ekki slæmt:) eitt af því besta þarna var ómerkt þannig að ég spurði einn kokkanna sem voru þarna á sveimi og endaði í miklum samræðum við hann um fyllingar... þetta var kalkúnafylling og við fórum að tala um fyllingar almennt og hvernig þessi tiltekna uppskrift hefði þróast og hvað hann hélt að væri í henni, hvað átti að vera í henni samkvæmt uppskriftinni og hvað ég hélt að væri í henni... hélt ekki að ég myndi vera þessi týpa sem færi að tala við kokk um uppskriftir á matsölustað en greinilega hefur uppskrift síðustu færslu haft einhver áhrif á mig:) endaði með því að ég fékk uppskriftina hjá honum, eins og hann mundi hana, og fór með hana heim í kollinum og skrifaði hana niður... spurning um hversu mikil brenglun hafi átt sér stað en ég er samt soldið góð í að muna uppskriftir eftir að hafa unnið á veitingastað í soldinn tíma... að minnsta kosti hefur sumt heppnast alveg ágætlega sem ég endurskapaði eftir minni:)

núna verð ég samt að fara að læra aftur... en ef einhver reddar kalkún skal ég fylla hann - lifandi eða dauðann... en ef hann er lifandi má ekki koma með hann heim til mín vegna þess að ég held hreinlega að Fídel myndi aldrei höndla fullan kalkún á hlaupum um íbúðina...

Engin ummæli: