annar mánudagur... þessi önn í skólanum er algerlega að fara í hundana eins og flestar aðrar hingað til... búin að vera að vakna snemma alla morgna til að læra en ég er ekki morgun-manneskja... væri það líklega ef ég væri ekki svona mikil kvöld-manneskja og færi að sofa á skynsamlegum tíma... kannski fyrir miðnætti?:)
ég tók svefnpróf... eins og maður gerir:) og ég sýni einkenni fjögurra svefnsjúkdóma!!!!
You show symptoms of insomnia, which is defined as a persistent inability to fall asleep or stay asleep.
You show symptoms of narcolepsy, a life-long disorder characterized by uncontrollable sleep attacks during normal waking hours.
You show symptoms of periodic limb movement disorder, a disorder resulting in uncontrollable leg or arm movements during sleep.
You show symptoms of sleep apnea, a potentially serious sleep disorder. People with sleep apnea quit breathing repeatedly, often hundreds of times during their nights sleep.
þeir sögðu að vísu að ég þyrfti líka að tala við lækni:)hehehehe.... það er ekki neitt að mér samt... nema þreyta:) það eru líka allir þreyttir þessa dagana... kannski er minna súrefni í loftinu yfir Íslandi núna en hefur verið... kannski er það á of mikilli ferð til að við náum að anda því að okkur og njóta þess? samt er ég sáttari við rok en rigningu því ég er ekki enn komin með bretti á hjólið mitt... þetta gengur eiginlega ekki lengur:/ hehehehe
anívei, ég er háskólanemi að skrifa ritgerðir þannig að ég er búin að vera að surfa í svona hálftíma.... fann þetta, þarna er hægt að fylgjast með pöndu allan sólarhringinn og litla unganum hennar ... jeiiijjjjj!!!!!! svo er hægt að kaupa "poppkornsgaffal" hérna... afhverju myndirðu vilja það????.... kannski vegna þess að þú getur sett hann í uppþvottavélina en ekki hendurnar á þér.... er fólk orðið svo firrt og ruglað að það nennir ekki lengur að þvo sér um hendurnar???:)
sumt fólk er ekki kaþólskt en vill samt játa syndir sína... eða monta sig af þeim ég veit ekki alveg hvað þeim gengur til með þessari síðu en .... vá!!!... og ok.... og meira vírd... er þetta eitthvað fetish sem ég vissi ekki að væri til??? heimurinn er bara furðulegur....
sá þetta í Fréttablaðinu í síðustu viku:) var að leita að mynd af þessari ölvuðu kráku, gekk ekki en ég fann þetta.... ef vinir þínir eru að gleyma einhverju geturðu minnt þá á það með því að senda e-mail á þá:) sniðugt:)
að lokum eru soldið flottar myndir á þessari síðu, hlutir sem springa í tætlur á mikilli ferð... ef þið hafið ekkert að gera og voruð að skoða þessar myndir mæli ég með þessu prófi... ég elska próf:) þetta er meira að segja í mörgum hlutum:)
mánudagur, október 20, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli