ég hef soldið verið að pæla í skoðunum... hljómar asnalega en það hafa allir sína skoðun á öllu milli himins og jarðar, sumir láta þar við sitja, hafa sína skoðun og eru ekki að básúna henni, aðrir eru sífellt að koma sínu viðhorfi á framfæri í tíma og ótíma, ósjaldan í óspurðum fréttum.... það er þessi seinni flokkur fólks með skoðanir sem ég hef verið að hugsa um... prófið að segja "skoðanir" tíu sinnum rosalega hratt:)... það endar í "skonnir":)
þó ég geti ekki séð sjálfa mig með augum annarra (sem væri rosalega krípí!!!) held ég að ég sé ekki þessi týpa sem auglýsi skoðanir mínar við hvert tækifæri né heldur sú manngerð sem reyni að fá alla til að samþykkja það sem ég segi sem heilagan sannleik...
ég er þessi týpa sem reyni að fylgjast með pólitík en er engan vegin nægilega áhugasöm og þá er soldið erfitt að lesa nægilega mikið til að mynda sér skoðun:)... alvöru skoðun... og þess vegna hef ég lítið að segja um pólitík... ég get alveg sagt heilan helling um pólitík en það er ekki beint stutt skotheldum, óvéfengjanlegum rökum (t.d. finnst mér þróun stjórnmála í Sviss og Danmörku verulega ógnvekjandi, áhugaleysi íslenskra stjórnmálamanna á fólkinu í landinu sem keyrir ekki þriggja milljón króna jeppa finnst mér vera yfirgengilegt og ég er algerlega ósammála því að Íslendingar skrifi undir einhverja samninga sem fela það í sér að þeir sem stjórna raunverulega verði enn fjarlægari þeim sem búa við stjórnina, það er ekki fræðilegur að hlutir batni við það... - þetta eru allt skoðanir sem ég get stutt ágætum rökum og þess vegna held ég þeim frammi sem mínum skoðunum) ... en það er barasta ekki hægt að vita allt um allt og þar af leiðandi ekki hægt að vera harður á að allar manns eigin skoðanir séu réttar... nema að því leyti að manni finnst það sjálfum... en sumir láta það hins vegar ekki aftra sé hið minnsta að vita ekki nægilega mikið... það virðast vera mjög margir þarna úti sem mynda sér strax skoðun á einhverju máli eftir að hafa opnað eitt blað og lesið þrjá dálka eftir einn blaðamann, með eða á móti, allt eftir því hvort það sé PC að vera sammála eða ósammála... það þarf ekki einu sinni að vera PC að vera sammála, kannski er skoðunin byggð á því hvernig blaðamaðurinn kom efninu frá sér, hvort það fylgdi mynd með greininni eða ekki, hvort hann sé góður penni eða ekki, vel upplagður þegar hann skrifaði greinina eða ekki, kvenkyns eða karlkyns... hvenær veistu nægilega mikið um eitthvað málefni til að mynda þér skoðun?
það er einn maður með mér í tíma í skólanum... vá!!! hann hefur skoðun á öllu, til að mynda hélt hann smá fyrirlestur um daginn sem hefði borið yfirskriftina "jafnréttisstofnun háskólans er til þess eins að búa til kvenkyns nörda" ef hann hefði verið að halda ræðu á einhverju málþinginu...
það sem ég er að fara með þessu öllu er: hvenær hættirðu að hafa skoðanir og verður fordómafullur? fordómar eru byggðir á fáfræði, þú veist ekki nægilega mikið til að taka upplýsta ákvörðun en hefur samt skoðun á málinu vegna þess að þú telur þig vita allt sem máli skiptir um eitthvað ákveðið efni... það er auðvitað hægt að ganga út frá ríkjandi skoðunum samfélagsins eða skoðun einhvers ákveðins hóps en hvernig veistu hvort þú ert "réttu megin" við fordómana? hvernig veistu hvort sá hugmyndafræðilegi skóli sem þú fylgir hafi rétt fyrir sér? það er ómögulegt að mynda sér skoðun í vakúmi, það eru alltaf einhver áreiti úr umhverfinu sem hafa áhrif á það hvernig þú lítur á mismunandi málefni, bækur og greinar sem þú hefur lesið, fréttir, bíómyndir, heimildarþættir, fyrri reynsla... ef þú hefur verið lamin/n í klessu af tveggja metra háum svertingja eða af sterabolta er ekki víst að þú lítir á tveggja metra háa svertingja eða sterabolta sömu augum aftur þó að þú vitir að sjálfsögðu innst inni að tveggja metra háir svertingar og steraboltar eru ekki einsleitir þjóðfélagshópar, þú öskrar til að mynda ekki af hræðslu þegar þú ert að horfa á NBA leik í sjónvarpinu en ef þú ert ein/einn í lyftu með risavöxnum svörtum manni myndirðu að öllum líkindum setjast ef hann segði "sit"... þó hann væri að tala við hundinn sinn...
sem er annað, fjarlægðin breytir viðhorfi okkar, það er allt gott og blessað að vera umburðarlynd/ur og PC sitjandi á kaffihúsum talandi um óréttlæti heimisns og fordóma hinna og þessara einstaklinga, hvað heimurinn væri betri ef ekki væri fyrir alla þessar þröngsýnu manneskjur sem eru "fordómafullar" vegna þess að þær hafa ekki sömu skoðanir og þú... en hvað ef þú færir heim og þar biði þín holdveikissjúklingur? fimm ættliðir tælenskrar fjölskyldu? gargandi últra-feministi? það er ábyggilega NIMBY (Not In My BackYard) í okkur öllum, nema kannski Móður Teresu...
eitt drasktískt dæmi, sem um leið lýkur allri röksemdarfærslu í þetta skiptið samkvæmt Godwin't Law, sumir íbúar Þýskalands Seinni heimstyrjaldarinnar tóku kannski upp hugmyndafræði nasismans vegna þess að "allir hinir" hugsuðu þannig en það þýðir ekki að þeir hafi haft rétt fyrir sér ... nema hugsanlega að því leyti að þeir héldu lífi... en þetta sýnir klárlega að stundum hefur fjöldinn ekki rétt fyrir sér en fjarlægðin var ekki nægilega mikil til að sjá málið frá öðru sjónarhorni en því hversdagslega, þó að allir haldi að eitthvað sé svona og hinsegin er það ekki alltaf raunverulega rétt en það kemur ekki í ljós fyrr en öll kurl eru komin til grafar...
talandi um pólitík þá verður maður að vita eitthvað beisik um soldið marga hluti, líka þessa... svo fannst mér þetta rosalega sniðugt því ég þoli ekki að vinna:).... jú, jú, ég vinn en það væri auðvitað miklu skemmtilegra að þurfa ekki að hafa í sig og á og sitja bara á kaffihúsum... sem er að sjálfsögðu mótsögn því hver ætti að búa til kaffið ef það vinnur enginn?... þess vegna held ég að þetta myndi aldrei virka:) ... samt sniðugt:)
fimmtudagur, október 23, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli