fimmtudagur, október 16, 2003

þvílík og önnur eins þreyta! ég er svo ólýsanlega þreytt en samt vöknuð... nokkuð klædd líka... væri það líklega ekki ef ég væri með einhver gluggatjöld eða enga nágranna:) sá dagur mun koma að ég verð of þreytt til að klæða mig áður en ég spranga um allt með kveikt ljósin... errr.. .sá dagur var kannski áðan? ég þoli ekki þegar ég sofna með gleraugun, er að lesa og sofna óvart áður en ég næ að leggja bókina frá mér og slökkva ljósin... þá finn ég aldrei gleraugun mín daginn eftir, ég "þarf þau til að finna þau" kind of dilemma:) ég hef nokkrum sinnum orðið að setja í mig linsurnar til að finna gleraugun:)hehehehe kannski ætti ég að þjálfa köttinn í að finna þau fyrir mig? láta hann fá eitthvað visjúal kjú svo hann fari að leita að þeim, eins og að hella matnum hans beint á gólfið því ég finn ekki diskinn hans.... hann ætti að fatta hvað málið er? ... nei, þetta er eigingjarn köttur, hann byrjaði bara að borða og ég skreið um allt rúmið eins og moldvarpa, vonaði allan tímann að ég myndi ekki finna þau með hnjánum því það þýðir að þau beyglast - been there done that:) títaníum er dýrt en þess virði:)

ég verð reglulega ofurþreytt og enda á því að sofa í sólarhring eða meira, fyrir um það bil ári fór ég að sofa á sunnudegi um tíu, snemma að sofa:), slökkti á símanum og stillti enga klukku... ég vaknaði á þriðjudegi eftir hádegi því ég þurfti að pissa....
ég er hrifin af því að búa til lista um hluti, hérna er listi yfir atriði sem sýna að ég er orðin of þreytt:)

mig langar til að fara að sofa því það er orðið dimmt úti... þó að klukkan sé bara sex
"það getur ekki verið kominn morgunn! þetta er misskilningur - það er ennþá dimmt úti!!"
ég gef kettinum Cheerios
ég fæ mér Whiskas þurrmat í skál
ég gleymi að tékka á dagsetningum - þeir sem búa einir verða að tékka á dagsetningum, það rennur allt út einhvern tímann og ósjaldan fattarðu það að morgni dags að það sem þú ert að borða er "dáið", morgunkornið á að vera chunky ekki mjólkin
eftir að ég klippti mig hef ég tvisvar sett hárgel á tannburstann minn í staðinn fyrir tannkrem - einu sinni var það "boddílósjon á burstann" sem er ekki næstum eins ógeðslegt ... kannski ég láti hárið vaxa aftur:)
skil ekki afhverju ég kemst ekki inn með lyklinum... þangað til ég prófa þann sem passar
kona með tvíburakerru tekur framúr mér þegar ég er að "bruna" upp brekkuna heim
bíð og bíð og bíð eftir að bílanir stoppi til að hleypa mér yfir götuna án þess að fatta að ýta á takkann
ætla að fá mér bróstsykur... undra mig á því að vera komin með bréfið uppí munninn og horfi á brjóstsykurinn í ruslinu
borða skyr í morgunmat, hádegismat og kvöldmat "því það fylgir skeið með"
festist á svona heimasíðum
fer út í búð til að kaupa mat en kem heim með ostapopp og súkkulaðimuffins
fyllist mikilli löngun til að leggjast á gólfið en hætti við það því það verður svo rosalega erfitt að standa upp aftur
horfi á endursýnda mynd á Hallmark vegna þess að ég nenni ekki að standa upp og skipta um stöð
les sama textann aftur og aftur og aftur og skil hann ekki.... kemst svo að því að ég var að lesa ítölskuna innaná Quoblock stílabókinni minni
innihaldslýsingar heilla mig meira en skólabækur

verð að fara að læra núna, á að skila verkefni í Stefnunum á morgun, einn texti, tvær stefnur til að greina hann... ætti ekki að vera mikið mál en ég er svo rosalega þreytt að ég vakna ábyggilega um hádegið með hálsríg og gormaför í andlitinu:)

Engin ummæli: