verð að bæta smá inn - ég er að verða fræg:)!!!
ok, kannski ekki neitt rosalega fræg en samt smá:) mig langaði í gos áðan þegar ég var að læra... mig langaði mjög mikið í Pepsí max en ég er hætt að drekka gos nema við sérstök tækifæri og á laugardögum því annars er ég sullandi í þessu alla daga vikunar og enda ábyggilega á því að missa allar tennurnar:) ... það er október og ég gef blóð í október þannig að ég ákvað að skella mér í Blóðbankann, fínt líka að komast smá út og þannig:) svo má drekka gos þegar maður er búinn að gefa blóð því maður verður að drekka vökva og ekki verra að hann sé sykraður uppá fúttið ... og í dós því þá fær maður járn... hehehehehe svona réttlætir maður allan fjandann fyrir sér:) fælni mín við að læra er definetly komin á nýtt og æðra stig:)
anívei, ég fór í sturtu og rölti mér yfir á Barónstíg, er með fínan blóðþrýsting og allt gekk rosalega vel, eins og venjulega - samt er ég alltaf hrædd við sprauturnar.... skil ekki málið með mig... þegar ég var að borða kjötsúpuna ... án kjötsins... fann það að minnsta kosti ekki í skálinni minni ... kemur konan sem tók blóðið úr mér og segir að Blóðbankinn eigi afmæli í næsta mánuði og spyr hvort ég vilji ekki vera með í afmælisbæklingnum sem þau ætla að gefa út:) eeehhh, jújú:) minnsta málið:) það var tekin mynd af mér svo verð ég boðuð í viðtal einhvern tímann bráðum, afhverju gef ég blóð og hvernig er reynslan af að gefa það og solleis.... þá verð ég líklega að pæla í því afhverju ég gef blóð? gengur varla að segja að ég hafi fyrst komið vegna þess að ég er sprautufóbíu og vildi yfirvinna hana á uppbyggilegan hátt... sumir fara í fallhlífarsökk útaf lofthræðslufóbíu eins og litli bróðir minn... svo held ég áfram að koma því ég fæ fullt af kökum, þetta er ekkert vont og ég er næstum hætt að svitna af hræðslu þegar ég labba upp töppurnar:) ... svo er það auðvitað góðverk að gefa blóð hafandi þurft blóðgjafir sjálf um ævina...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli