sunnudagur, október 12, 2003

þá er ég búin að prófa að vinna á kaffihúsi:) kann að búa til alvöru kaffi og allt saman, irish coffee, swiss mokka, latte, cappucino í risastórri vél:)... það bragðaðist meira að segja vel var mér sagt:) var að vinna á Svarta kaffi frá sex til tvö í gærkvöldi og eftir að hafa verið að fara á taugum fyrstu tvo tímana, skjálfhent og þannig, gekk þetta allt saman mjög vel:)

Heiðrún og Heimir voru í bænum og "sóttu" mig í vinnuna, við fórum í heimsókn til stráks sem heitir Heimir eins og Heimir en þessi er kenndur við "V":) strákarnir tala víst alltaf um hjól þegar þeir hittast en við töluðum bara um ketti og kattahomma, núdista, froska, plönturækt osfv. og hlustuðum á gamal þungarokk og Heimir V. fattaði og benti okkur á tilvísun í Lord of The Rings í Led Zeppelin laginu Ramble On:

Mine’s a tale that can’t be told,
My freedom I hold dear;
How years ago in days of old
When magic filled the air,
T’was in the darkest depths of mordor
I met a girl so fair,
But gollum, and the evil one crept up
And slipped away with her.
Her, her....yea.
Ain’t nothing I can do, no.


ég hef heyrt lagið mörgum sinnum en hef greinilega aldrei hlustað á það:) mér finnst svoleiðis alltaf svo merkilegt:) þegar maður er búinn að heyra eitthvað mörgum sinnum án þess að heyra það raunverulega:) ein skemmtileg saga af vinkonu mömmu, maðurinn hennar var alltaf að kvarta yfir því að hún væri að verða heyrnarlaus, hún heyrði aldrei þegar hann var að kalla í hana - hann kallar mikið og talar mjög hátt þannig að hún hlaut að vera að missa heyrnina:) hún fer til læknis sem mældi allt og hló að henni, hún var ekkert heyrnarlaus heldur hafði hún þróað með sér svona "selective hearing" hún heyrði bara það sem hún nennti/vildi heyra:) hún var bara búin að fá leið á röflinu í kallinum:)

Heimir V. býr í gömlu íbúð frænda míns, þar sem við Gunnar mættum í grímuball í grímubúningum þegar það var búið að hætta við grímuballið - Gunnar er ekki enn búinn að fyrirgefa Rut það:) Rut bað mömmu einhvern tímann um að mála á vegginn sinn eins og við vorum með heima hjá okkur, hana langaði í fiðrildi og það er ennþá á veggnum hjá Heimi:) rosalega gaman að sjá það aftur en ég er nokkuð viss um að Rut hafi eitthvað bætt við það sjálf... þetta var fiðrildið hennar mömmu en leit samt ekki út eins og fiðrildið hennar... miklu fleiri litir og þannig:)
það voru líka ljósmyndir á veggjunum úr fjallgöngu á eitthvað fjall... ein myndin var af Heimi þar sem hann var að borða nesti á bekk upp við skála, leit út fyrir að vera mjög venjulegur fjallaskáli og venjulegur bekkur en um það bil einum metra frá fótunum á Heimi var hengiflug... bara ský fyrir neðan..... uuuuggggghhhhh!!!! ég fékk í magan af að sjá myndina! ekki fræðilegur að ég hefði getað borðað nesti þarna:)hehehehe

ég er orðin svöng... ætla að fara að koma mér útí búð - stundum skil ég mig ekki, mér finnst ekkert vera til en samt á ég alveg tekex, sultu, hrísgrjón og pasta... ég er að vísu ekki alveg viss hvort það sé í lagi með kexið - sultur, grjón og pasta skemmist ekki er það nokkuð?:) ég á ábyggilega meira en meðalfjölskylda í þriðja heiminum sem er að svelta en samt er ég vanþakklát og svöng... en ég á líka pening á debetkortinu mínu:) sjáumst:)

Engin ummæli: