kominn sunnudagur og þvílíkt búið að ganga á undanfarna daga:)
varð alveg hoppandi vond í síðustu viku og vegna þess að ég verð aldrei neitt rosalega reið kunni ég ekki að gera neitt í því nema að vera reið áfram.... pípandi reið:)hehehehe ég er það ekki lengur vegna þess að ég er búin að ákveða hvað ég verð að gera... en ég er soldið hrædd um að ég hafi röflað soldið mikið við fólk:) ég biðst afsökunar á því:)hehehehehe
haustferð Þjóðbrókar í gær:) rosalega gaman:) fórum á Reykjanesið og skoðuðum Seljatanga þarna sem var einu sinni verbúð, Grindavík þar sem við skrópuðum í Saltfisksafninu... okkur langaði ekki neitt að skoða það akkúrat þarna en ein stelpan keypti sér málverk:) merkilegt að kaupa sér málverk í Grindavík en hún féll alveg fyrir því og þá verður maður að taka það með sér heim er það ekki?:) svo Gunnuhver, á Reykjanesvita, sáum brúnna milli "gamla og nýja heimsins", þar sem Evrópa og Ameríka mætast, Hafnir, Stekkjarkot og Duussafnið í Keflavík... "poppsafnið" er ekki til samt.... þrátt fyrir auglýsingar og þannig þá er ekki til neitt sem heitir "poppsafn", en hugmyndin er tilsamkvæmt eiginkonu Rúnars Júlíussonar:) mjög merkilegt:) enduðum svo á að borða á Café Duus, sátum þar í ábyggilega tvo tíma og sögðum slysasögur meðal annars... ég var ekki óheppnasta manneskjan við borðið:) keyrðum í bæinn og allir fóru heim til sín í sturtu og svo var planið að hafa partý heima hjá mér...
ég fór og skilaði bílnum hans pabba, náði í minn, ákvað að ég yrði að setja vatn á kassann og frostlög... og læsti helvítis lyklanna inní bílnum!!!!!! það eru ekki til neinir varalyklar vegna þess að það er eiginlega ekki hægt að fá búna til í Reykjavík (verð líklega að fara uppá Völl... Varnarstöðina) því bílinn er bæði gamall og amerískur.... þarna stóð ég illa klædd, í myrkri með húddið opið og hurðina læsta... allt dótið mitt inní bílnum, síminn peningar, húfa....hehehehehe varð svo pirruð (var ekki ennþá alveg laus við reiðina í gærkvöldi:)) að ég sparkaði nokkrum sinnum í dekkið og sló bílinn utanundir:)hehehehe litli bróðir minn hetjan bjargaði mér .... hann skellti sér í föt og út (þó hann væri rangeygður af þreytu og kærastan hans var að elda mat) og keyrði til mín ... hann býr í Kópavogi... vorum í að verða tvo tíma að reyna að veiða lásinn upp með herðatrjám:) mér var orðið svo kalt undir lokið að ég gat ekki einu sinni haldið vasaljósinu stöðugu:) partýið mitt auðvitað löngu "byrjað" og ég ekki heima... - hversu slæmur gestgjafi er maður ef maður er ekki einu sinni heima þegar fólk fer að mæta???? ég er svo slæm að það hefur komið fyrir að ég hef verið í sturtu en ég hef alltaf verið heima!!!!!:) en þetta á svo feitt, innilega ekki eftir að koma fyrir aftur!!!! ég hef aldrei læst lykla í bílum áður og þetta er ekki neitt sem ég vil endurtaka, ever again!!:) ég var svo fengin þegar Gunnari tókst að kippa lásnum upp að ég hoppaði og skríkti!!!! ég geri ekki svoleiðis! knúsaði strákinn svo fram og til baka, lofaði að sækja hann á Egilstaði ef þess reyndist einhvern tímann þörf og var svo ánægð að mér rann öll reiðin sem ég hafði fundið fyrir alla vikuna:)
fólk skildi vandamálið samt svo ég á ennþá vini:) og partýið heppnaðist alveg ágætlega... að vísu var ég orðin svo þreytt klukkan tvö að þegar allir fóru niður í bæ fór ég að sofa..... svefn er góður:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli