miðvikudagur, október 08, 2003

Survivor var snilld aftur í gærkvöldi:) en ég verulega farin að vorkenna Morgan...

ég vil óska Arnold S. til hamingju með að vera orðin fylkisstjóri í Kaliforníu - veljið eitt af þremur og skemmtið ykkur vel:) þegar þið eruð búin að leika ykkur mæli ég með því að þið skoðið þetta líka:) veljið stjörnu sem ykkur líst best á og hlustið:) mæli með Full Metal Jacket 3, Dr. Phil og Jack Nicholson:)

til hamingju með sigurinn!!!


það er alltaf verið að spyrja mig afhverju ég held með Arnold Schwarztenegger í þessum kosningnum.... kannski ætti ég ekki að halda með neinum vegna þess að ég bý ekki í Kaliforníu og þetta hefur engin áhrif á mig ... en kannski flyt ég til Kaliforníu einhvern tímann og gerist paramedic í Alameda:)

Hann hefur unnið þrettán "heimsmeistaratitla" meðal annars Herra alheimur, Herra Olympia og Herra heimur. Hann vann sem múrsteinsleggjari (hvað sem það er aftur á íslensku?... brick-layer?) á meðan hann var í að læra viðskiptafræði í einhverju miðríkjanna, flutti til Santa Monica í Kaliforníu og byrjaði að stunda fasteignaviðskipti. En honum langaði líka til að verða leikari í bíómyndum... fyrst var hann bara í hlutverkum þar sem hann þurfti að vera sterkur, Conan the Barbarian og Terminator og þannig en svo vildi hann verða gamanleikari líka, True Lies, Twins, Junior og Kindergarten Cop. Hann hefur verið með veitingahúskeðju (hétu þau ekki Planet Hollywood?) og eytt milljónum af eigin fé til að koma af stað alls konar stofnunum á fót sem miða að því að börnum líði betur sama hvort þau eru rík eða fátæk. Hann er giftur og á fjögur börn.

Hann virkar mjög heilsteyptur maður, soldil bandarísk útgáfa af íþróttaálfinum okkar Magga Scheving, nema hann er aðeins raunverulegri, Arnold, eins og ég kalla hann:) fær sér vindla og leitar á konur - talandi um það, ef ég væri Herra ALheimur þá myndi ég líka vilja sofa hjá fullt af konum á meðan ég væri ekki giftur eins og hann gerði, sýnir að hann er mannlegur:) hann er hörkuduglegur og virðist ekki hafa verið aðgerðarlaus frá því að hann fæddist, honum langaði til að verða kvikmyndastjarna en fólk sagði að það myndi aldrei ganga því hann gat ekki, og getur ekki, talað ensku án alveg svakalegs hreims;) auk þess sem nafnið hans er aðeins of langt til að nokkur gæti munað það, hvað þá borið það fram:) honum tókst samt að fá aðalhlutverk í fullt af bíómyndum. Eftir öll þessi alvörugefnu hlutverk þar sem hann sagði eiginlega ekki neitt langaði honum að verða gamanleikari... og tókst það:) ég held að það sé ekkert sem þessi maður getur ekki ef hann ætlar sér það, hann ætlaði að verða fylkisstjóri, honum tókst það og ég er viss um að Kalifornía muni komast á réttan kjöl:).... ég var sátt við hann sem frambjóðanda og er sátt við hann sem fylkisstjóra en ég verð að viðurkenna að ég er ekki sérlega sátt við allt þetta recall dæmi... en það kemur mér heldur ekki við:)

Engin ummæli: