föstudagur, ágúst 01, 2003

Komin heim...

Snilldar ferð og mig langar til að vera þarna lengur ... hvers konar sveitalubbi fellur fyrir Færeyjum?

að vísu hef ég líka fallið fyrir Edinborg, París og Amsterdam eftir að fara þangað og ekki eru það sveitó borgir .... ætti kannski ekki að minnast á það að mig langar líka rosalega til Nýja Sjálands (fleiri kindur en menn), Suður Bandaríkjanna (redneck/white trash/Bible Belt) og Grænlands (þar sem fólk skítur í fötu)...

var heima hjá mömmu og pabba áðan og sat aðeins fyrir framan sjónvarpið þegar pabbi var að horfa á einhvern þátt um fólk sem semur texta fyrir vinsæl popplög - mjög skemmtilegt svo kom myndband með The Righteous Brothers

mér fannst þeir ekki líta út fyrir að vera bræður, tilkynni pabba það og segi að annar líti út fyrir að vera Vúlkani (úr Star Trek .... ok, búin að fullsanna að ég er nörd með einni bloggfærslu!!) hann spyr: "hvað er Vúlkani?" .... ég segi "þjóð í geimnum" og hann tók það gott og gilt, í nokkrar sekúndur og horfði svo á mig eins og ég væri að verða orðin hoppandi geðveik

sjáið þið ekki svipinn með "bróðurnum" til vinstri og þessum til hægri hér?



ef maður pælir í því er hinn soldið líkur honum Kirk...

Engin ummæli: