jújú:) þá er aftur komið kvöld... ætlaði að vera farin að sofa núna... en nei, ég er ekki þessi týpa greinilega:) sko, þessi skynsama sem fer snemma að sofa þegar hún er með einhvern fáránlegan hósta sem er samt ekki hósti heldur svona endurskipulagning innyflanna sem hindrar almennilegan svefn... en ekki djúpa öndun... ég get andað alveg ofaní maga, auðveldlega, en er samt með einhvern lungnahósta sem er rosalega vondur... kannski er ég með nýja óþekkta veiki, þessi myndi vera númer hvað ... fimmtán???:) hehehehe bráðum hætti ég að þora til læknis:)hehehehe
einu sinni fékk ég "útbrot" sem var það samt ekki... ég var með þetta í soldinn tíma og ákvað loks að láta líta á þetta ég snéri bakinu í lækninn og sýndi honum hvað var að mér ... því miður sá ég ekki svipinn á honum en heyrði: "errrr, augnablik..... ég ætla aðeins að ná í.... ég verð að....." hann hafði ekki hugmynd... það næsta sem ég vissi var að það voru mættir fimm læknar og nokkrar hjúkkur inn í herbergið (ég vissi ekki að það væru svona margir læknar á heilsugæslustöðinni!) og allir að pæla..... hmmmm verulega óþægilegt:) þetta var eitthvað merkilegt þannig að ég fór til sérfræðings sem vissi ekki heldur en sendi mig í exemljós sem virkuðu bara fínt:) gallinn var bara sá að ég varð rosalega brún í desember.... verulega hallærislegur-tjokkó-efem-töffari:) sérfræðingurinn fór í jólafrí og hitti mig ekki í nokkrar vikur á meðan ég var í ljósunum, í byrjun janúar fór ég í tíma til hans og hann sagði að ég liti vel út og spurði hvort ég hefði farið til sólarlanda um jólin????? NEI!!! þessi exemljós gera fólk ekki sólbrúnt - couldave fooled me:)hehehehe
jæja þetta voru tvær skemmtilegar sjúkrasögur af mér... segið svo að ég skrifi aldrei um neitt persónulegt:)hehehehe kannski er ég með hita? hver eru einkenni lungnabólgu?:)
vissuð þið að það eru framkvæmdar að meðaltali þrjár kynskiptiaðgerðir á dag í Bandaríkjunum?:)
fimmtudagur, ágúst 07, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli