tvisvar í viku þarf að skrifa nýjan matseðil og það er eitt af mínum verkum ... það besta við þetta er að prentarinn er rosalega lengi að prenta út frumritið (sem kokkurinn fer yfir til að sjá að allt sé rétt) því hann er ekki orðinn heitur ennþá og ég verð alltaf að bíða eftir því:)
að sitja hérna við tölvuna er alger snilld... fyrir utan það að fá yfirleitt ekki að sitja á neinum öðrum tíma dagsins þá er ég alltaf að læra ný orð:) í dag til dæmis:
Hummus: kjúklingabaunamauk
Compot: hvítvínssoðið eitthvað - tómatar, fennel, aubergine...
mjög merkilegt:)
allir rosalega ánægðir að sjá mig aftur - jafnvel áður en þeir frétta að ég hafi komið með nammi með mér... kannski búast þeir bara við því?:) nnnaaahhh! ég er svo skemmtileg:) auðvitað söknuðu þeir mín allir:) yfirmaðurinn sagði meira að segja að honum hefði liðið í siðustu viku eins og það vantaði á sig vinstri hendina... sem er rosalega merkilegt vegna þess að hann er örvhentur (hvernig er þetta skrifað????) og gerir ALLT með vinstri:)
ok... það er gaman að vera komin aftur í vinnuna:) þetta er bara einhver meinloka í mér að það sé ekki gaman að vinna 13 tíma á dag alla daga vikunar?:)hehehehe
þriðjudagur, ágúst 05, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli