þriðjudagur, ágúst 05, 2003

þá er minns kominn heim... og búinn að fara í sturtu og leika soldið við köttinn!!:) samt enn full af orku sem er rosalega merkilegt:) yfirleitt nenni ég ekki að gera neitt mikið þegar ég kem heim á kvöldin en ég er jafnvel að pæla í því að gera aðra atlögu að þessu myndaalbúmi:) eða endurskipuleggja þessa blessuðu eldhússkápa eitthvað... skil ekki hvað fólk hefur í sínum skápum því þetta er ekkert að virka hjá mér? kannski ætti ég að kaupa bók eftir Mörtu Stúart og fá einhver ráð?... eða bara láta þetta vera? kannski ætti ég að losa mig við eitthvað af þessu áfengi sem er að renna út á tíma? hvers konar nörd á útrunnið áfengi???? hugsanlega dett ég bara í það kvöld í staðinn fyrir að gera eitthvað gáfulegt, grynnka aðeins á birgðunum?:)

aníhú:) vissuð þið að ísjakar vega að meðaltali 20 milljón tonn?

Engin ummæli: