laugardagur, ágúst 16, 2003

menningarnótt... og það er rigning.... hvað er málið með skemmtilega daga og rigningu? 17. júní, Gay Pride og Menningarnótt = hellidemba.... merkilegt:)

minns búinn vakna snemma, þrífa TVÖ fyrirtæki (mér getur ekki verið ætlað að gera þetta.... "...mitt líf, var það til þess sem ég kom í heiminn?" ég HATA að þrífa klósett!!! takk Hannes fyrir að hjálpa með þessi síðustu:)!!!), þvo þvott OG hengja hann upp, fara út að borða, kaupa lottó, hitta Hannes, horfa á Strike! - hluta af henni að minnsta kosti, fara með barnarúm og sæng og kodda uppí Kópavog, fara í afmæli, troða mér um götur Þingholtsins á frábæra bílnum mínum:) ... það er venjulega soldið tæpt að eiga sex metra langan og tveggja metra breiðan bíl og búa í Þingholtunum en á menningarnótt er það hálfbjánalegt:) ÞÓ að ég sé auðvitað snilldar bílstjóri verð ég að segja að ég lenti í smá klípu á Freyjugötunni vegna þess að það var stór flutningabíll á stéttinni hægra megin og bílar í stæðunum vinstra megin... bílstjóri flutningabílsins var samt rosalega næs - kaldhæðni!!!! - hann lagði speglana á bílnum mínum niður þannig að ég kæmist meðfram honum - nei, ekki færa bílinn!!!! ... og svo að ég hljómi ekki eins og kelling þá var bíllinn tómur og hann var að bera INN ekki að fylla hann og þegar ég var að labba heim (lagði bara hinum megin við hornið) þá var hann að keyra í burtu!!!! afhverju varð ég að troða mér þegar hann var hvort sem er að fara???? varð að minnsta kosti aðeins betri bílstjóri fyrir vikið:) það munaði ekki nema ca. centimetra sitthvoru megin:) ég er hetja:)!!!!!

aníhú, sturta og svo eitthvað skemmtilegt í kvöld - er kannski ekki nægilega menningarleg samt? hef ekki séð neitt í dagskránni sem mig langar til að sjá nema flugeldasýninguna:) en ég ætla að minnsta kosti að sjá hana:) ætli hún sjáist af svölunum mínum? hmmmm held ég hafi einu sinni horft á hana héðan með Hannesi, í rigningu þegar Hafsteinn var að vinna í Hallgrímskirkju???? var það kannski ekki menningarnótt??? - .... fyrir tveimur árum??? hmmmm man það ekki:Þ

hver ætlar á Laugu-styrktartónleikana á fimmtudaginn á Nasa?:) afhverju ekki að halda tónleika til að gera bíl upp?:)

vissuð þið að "Gone With The Wind" átti að heita "Ba! Ba! Black Sheep" - glad they changed that one:)

Engin ummæli: