jæja:) helgin að verða búin og hún er búin að vera alveg rosalega, rosalega skemmtileg:)
fór að versla með Hannesi á föstudaginn og keypti föt sem eru alls ekki neitt sem ég hefði keypt mér sjálf... en þau fara með alveg rosalega vel og ég kaupi mér jafnvel fleiri svipuð einhvern daginn:).... jamms... geri það líklega bráðlega - rosalega gaman að fá svona mikla athygli á djamminu:)
fór líka til tannlæknis á föstudaginn... var tvídeyfð því ég fann fyrir tönninni eftir þá fyrstu... útkoman var sú að ég leit út fyrir að hafa verið kýld og gat engan veginn borið fram samhljóða... alls ekki gott vegna þess að klukkutíma seinna varð ég að fara og tala fyrir framan alla nýnemana í þjóðfræði.... prófið að segja Þjóðfræði án þess að hreyfa tunguna:)
í gær kom systir mín í heimsókn með fjölskyldinnu sinni:) litlu stelpurnar teiknuðu fleiri myndir handa mér sem eru á leiðinni á vegginn:) ég held barasta að ég þurfi ekkert að mála ég er búin að fá svo mikið af póstkortum og myndum frá öllum, farnar að þekja veggina:)
í dag lærði ég að búa til origami fugla og bjó til óróa - ég hef nákvæmlega ekkert að gera við óróa en það var rosalega gaman að búa hann til:) fléttaði bandið sem heldur honum uppi og hengdi hann uppí ljósið í stofunni.... en ég held að ég gefi hann kannski því kötturinn er að fara úr hálsliðum við að komast að því hvernig hann geti náð í hann:) langar einhverjum í orígamí óróa?:)
ætlaði að segja eitthvað rosalega merkilegt en það er alveg dottið úr mér.... vissuð þið að í ólympískri (hvernig er þetta skrifað?) glímu er bannað að snúa uppá tærnar á andstæðingnum?:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli