Djedveikt gaman í gær!!!!! held að ég hafi ekki dansað svona mikið og lengi síðan.... Rammsteintónleikunum nema að þá hoppaði ég aðallega við sviðið en útkoman, svitalega séð, var sú sama;) vissi ekki að það gæti verið svona gaman á Nasa? kannski er það yfirleitt ekki svona gaman? verð samt að segja að Páll Óskar var ekki alveg eins skemmtilegur og mig minnti... hann sjálfur er skemmtilegur býst ég við, þekki manninn ekki baun, en inná milli komu alltof tekknóleg "lög" án skiljanlegrar laglínu (amk fyrir mín eyru) sem var ekki eins gaman að dansa við.... en DJ Dagný var snilld!!! Öll lögin skemmtileg og alltaf hægt að syngja með og þannig.... ég er svona íslenskur-kellinga-djammari greinilega? verð að geta sungið með til að fíla lögin:)hehehhee
það var grenjandi rigning á leið niður í bæ þannig að við Íris stoppuðum í hraðbanka og vöktum lukku... það sést miklu betur inn en það sést út;) stutt viðkoma í strætóskýlinu í Lækjargötu þar sem við hittum þrjá Þjóðverja sem voru að bíða eftir leigubíl... ok:) ég auðvitað: "auf Deutchland? Ich spreche Deutch!!! I habe Derrick gesehen!!!!" og Íris: "dumdum dumdum dumdum dadadadaaadarara!!!!" (derricklagið sko - soldið erfitt að "skrifa" það:)hehehehe) þeim fannst þetta rosalega fyndið, að sjálfsöguð:) tvær fullar og rennandiblautar íslenskar stelpur að syngja lag úr eldgömlum sjónvarpsþætti:)
anívei, komumst á Nasa og hvern sjáum við þegar við erum búin að skila af okkur jökkunum? Þjóðverjanna!!!! þeir tóku leigubíl úr Lækjargötunni á Nasa:)hehehe við hlógum geðveikt að þeim, auðvitað, og þeir buðu okkur uppá bjór... eins og þú gerir þegar fólk hlær að þér:) gátum ekki alveg torgað nýjum bjór, því við vorum að klára þann sem við höfum keypt þegar við komum inn, en sem betur fer hittum við Hannes, Hafstein, Danna, Ellu og Odd og deildum bjórunum bróðurlega á milli okkar á meðan við dönsuðum:)
rosalega gaman:) Kolla var í mjög flottum kjólfötum og hún var að setja mynd af sjálfri sér á síðuna sína:) hljóta samt að hafa verið rosalega "heit" í öllum hitanum?:) sá fullt af fólki sem ég þekki og allir skemmtu sér rosalega vel held ég barasta, ég og mínir líka - er það ekki????:)
verð að fara að skúra og þrátt fyrir allan dansinn, bjórinn, hösslið, klípingarnar (það var alltaf verið að klípa mig í rassinn og... annars staðar?????? errrr.... gaman að sjá þig líka?:)) og hitt í gærkvöldi er ég í miklu stuði og alveg til í að skúra.... kannski ekki til í að skúra en ég er ekkert þreytt eða slöpp:) sem er að sjálfsögðu vel:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli