föstudagur, september 05, 2003

nýr dagur, ný vinna (TAKK TAKK TAKK Íris:)!!!!!!!!!), nýtt hár:) svo þokkalega feitt búin að klippa mig að fólk er ekki að þekkja mig:) mér finnst hárið á mér geðveikt flott og meira að segja pabbi minn er sáttur við það sem ég gerði þó að ég held að enginn hafi trúað því að ég myndi láta verða af því.... well, you were all wrong:)hehehehe hélt það myndi líða yfir klippikonuna mína, hin óumræðinlega yndislega Olga í Hársmiðjunni á Týsgötunni, þegar ég sagði henni hvað ég vildi láta gera:).... fyrst trúði hún mér að vísu ekki:).... er að vísu ekki alveg búin að fatta þetta... geri það bráðum býst ég við:)..... vonandi:) hitti konu sem ég var að vinna með einu sinni útí sjoppu áðan og byrjaði að spjalla við hana..... við tölum alltaf saman þegar við hittumst og hún er mjög mannglögg en hún hélt fyrst að ég væri systir einhverrar Sólu? ég þurfti að útskýra fyrir henni hver ég væri: "við vorum að vinna saman í Eymundsson".... "mikið uppí erlendu deildinni....." hehehehe

hvað um það:) þessi vinna er fín:) sit bara þarna ofaní kjallaranum á Þjóðarbókhlöðunni og tek myndir af eldgömlum dagblöðum og tímaritum:) rosalega skemmtilegt fólk sem ég er að vinn með líka.... verð að vísu ekki að vinna með þeim lengur því ég er bara að taka kvöldvaktirnar og þau eru öll á dagvöktunum en ég á ábyggilega eftir að hitta þau öll aftur:)

núna er ég að fara að lesa Tolkien og heimsmyndarfræði.... rosalega gaman að vera í skóla:).... en ég missi því miður af Murakami fyrirlestrinum á þriðjudaginn..... trú því ekki!!!!!!!! búin að hlakka SVO mikið til en ég byrja að vinna á nákvæmlega sama tíma og fyrirlesturinn hans byrjar.... gæti farið að gráta ef ég væri ekki svona sátt við að vera búin að finna vinnu...... hefði átt að setja inn svona klausu í ráðningarsamninginn.... "vinn allar mínar vaktir nema þær sem stangast á við fyrirlestur uppáhaldsrithöfundarins míns....."..... kann ekki við að biðja um frí svona nýbyrjuð??????? hmmmmm hef helgina til að pæla í þessu..... hvað segir þú Íris? verð ég rekin?:)

Engin ummæli: