hæbbs.... mikið að gerast þessa dagana en ekkert sem ég ætla að blogga um:)hehehehehe
pantaði tvær bækur á Amazon á föstudaginn og bjóst við þeim um mánaðarmótin einhvern tímann svo hringdi dyrabjallann í gærkvöldi og þær voru komnar!!! ekkert smá fljótt.... þær áttu ekki að leggja af stað fyrr en í dag - fjórum virkum dögum eftir að ég pantaði þær:) snilld:) núna get ég strax byrjað að lesa... ekki að ég hafi ekki nóg annað að lesa í skólanum líka.... þetta er bara svona ítarefni sem ég þarf á að halda til að geta skrifað einhverja kóherent ritgerð í haust:)
ég er að fara til kvensjúkdómalæknis núna..... svona krabbameinsdæmi... svo innilega ekki að hlakka til!! þetta er verra en að fara til tannlæknis en sem betur fer er þetta bara annað hvert ár og ég er ekki að fara í krabbameinshúsið þarna í Skógarhlíðinni núna.... seinast var það BARA vont!!!! engir læknanemar núna og ég þarf ekki að sitja berrössuð í einhverjum asnalegum slopp á plaststólum sem fullt af öðrum konum hafa berrassast á áður en ég kom.... enda fæ ég líklega að borga slatta fyrir þetta núna:).... en á móti kemur að ég fæ að halda virðingunni sem skiptir miklu:)
sá þetta á blogginu hjá henni Dagnýju Ástu (vonandi er í lagi að ég steli myndinni?????) ekkert smá spúkkí!!!!!
þetta er ógeðslegt en ég held að þetta sé samt bara þjóðsaga, nútíma þjóðsaga, og hún virkar:) fólk er að bera þetta áfram sín á milli og eru raunverulega hræddir um að þetta hafi gerst einhvers staðar út í heimi... kannski dó einhver við borðið sitt en ég stórlega efa að hann hafi verið dauður í fimm daga áður en nokkur tók eftir því nema að loftræstingin á þessum stað hafi verið þeim mun betri og stóllinn einhvers konar Lazy boy.... það er fullt af hlutum sem gerast þegar fólk deyr sem er ekki beint hægt að fela ef maðurinn situr við skrifborð - og ég ætla ekki að fara neitt nánar út í þetta:)
farin í sturtu og ætla að sprauta glimmeri..... hehehehe.... fyndið fyrir þá sem hafa heyrt þann brandara:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli