miðvikudagur, september 10, 2003

ég vil byrja á að þakka fyrir öll emailin og allt fídbakkið sem ég hef fengið undanfarið:)

hárið á mér er að koma til en ég sé að ég verð líklega að kaupa mér spegil því þó að ketillinn sé ágætur lengir hann á mér höfuðuð og mér finnst ég alltaf með enn úfnara hár en það er raunverulega:) klippingin á líka að vera úfin þannig að kannski er þetta bara allt í lagi? klippikonan mín veit að ég er hárgreiðlsulega challenged svo að hún klippti alveg rétta klippingu í mig:)... það er bara vaninn að hafa verið með sítt hár í öll þessi ár - mér líður eins og ég sé með húfu því ég finn fyrir hárinu allan hringinn:)

ég skammast mín ekkert fyrir að vera hrædd við geitunga í fyrsta lagi er kötturinn minn líka hræddur við þá en ekki hunangsflugur (nema ef þær eru of stórar:)), í öðru lagi þá stinga þeir af tilefnislausu (sérstaklega á haustin) eins og Bedda getur vottað frá Menningarnótt og sést á blogginu hennar 22. ágúst, í þriðja lagi þá elta þeir mann, lookin' like they know you!!! eins og þeir séu að skoða mann allann og finna lykt af manni eða eitthvað!!! OOOOJJJJJ!!!!!!!! kíkja inn í eyrun á manni og setjast á gleraugun manns - ég fæ bara hroll við tilhugsunina!!!! í fjórða lagi er eins og þeir séu "viti bornir" - hljómar asnalegt en ég treysti þeim bara ekki baun, ekki frekar en stjórnmálamanni eða tryggingasölumanni, þeir eru eitthvað sinister... fljúgandi um og látandi blómin alveg í friði.... bíðandi eftir einhverju í réttum blóðflokki sem er með blómailmavatn til að réttlæta "mistökin"..... í fimmta lagi eru þeir of skipulagðir! hafiði séð búin þeirra???? allt alveg nákvæmlega jafnstórt og svo rosalega skynsamleg hönnun.... ég treysti engum í skólanum heldur sem er með kolorkóordineitaðar glósur og skipuleggur tímann sinn frá A til Ö - there is just something creepy about that.... í sjötta lagi fara þeir oft um í hópum og drepa.... amk í útlöndunum, þeir eru ekki nægilega margir hérna heima til að ferðast saman (vegna þess að þeir verða að fylgjast með öllum hornum "landareignar" sinnar og neyðast þess vegna til þess að dreifa sér) en kannski kemur sá dagur? kannski þurfum við einhvern daginn að rýma hverfi vegna geitunga? soldið eins og með terroristanna, þeir eru nokkuð seif svona einn og einn (nema auðvitað ef þeir eru búnir að teipa á sig sprengiefni.....) en þegar þeir koma saman í hópum verður einhver múgæsingur og þeir byrja að vera vondir... geitungar eru illa innrættir að eðlisfari í sjöunda lagi búa þeir of þétt.... ég hef aldrei treyst fólki sem er sátt við nordisk samarbæde og ég ælta ekki að treysta geitungum sem eru sáttir við það heldur!! bara prinsip! í áttunda lagi fljúga þeir og hreyfa sig eins og þyrlur, svona kyrrir í loftinu og nánast hljóðlausir, meta aðstæður, kommjúnikeita við félagana og BAAAAMMMM þeir gera árás!!!! ég treysti engu sem er þúsund sinnum minna en ég en getur verið kyrrt í augnhæð og horft í augun á mér!!!! oooojjjjjj!!!!! ég þoli geitunga ekki í níunda lagi vegna þess að þeir geta LÍKA flogið ótrúlega hratt! (ég er til dæmis ekkert hrædd við ánamaðka og snigla, þeir fara hægt) ég ræð ekki við að fylgjast með geitungum á flugi vegna þess að ég hlýt að vera misþroska, ég fæ bolta alltaf í hausinn og næ aldrei að grípa þá samt fara þeir eftir mjög fyrirfram ákveðnum leiðum, upp, áfram og lenda, geitungum er sama um þessa náttúrulegu röð hlutanna! þeir fara upp, niður, áfram, upp, áfram, niður, kyyyyyyrrrrrrrrrrrr, áfram, upp, áfram, niður, niður, kyyyyrrrr, áfram, áfram, upp BBBAAAAAMMMMM!!!!!!! maður er stunginn í hálsinn eða augað og það verður að aflima!!!! að lokum, í tíunda lagi, þá hef ég aldrei verið stungin af geitungi, 7, 9, 13, en ég hef heyrt milljón sögur af því hvað það er vont, hvað það er ógeðslegt að þurfa að bíða á meðan hann "lýkur sér af" og flýgur burt sjálfur svo að oddurinn verði ekki eftir í stungunni (mér hefur alltaf fundist ógeðslegt þetta orðatiltæki "lýkur sér af"..... think about it!!!) og hvernig fólk hefur lent í lífshættu því geitungar eru ekki alltaf að velja öruggustu staðina til að stinga, ég hef til dæmis aldrei heyrt um geitungastungu á upphandlegginn þar sem fólk fær venjulega sprautur??? nei, þeir velja augun, hálsinn, kokið, nasir, eyru, slagæðar etc. ..... og það þýðir ekki rassgat fyrir fólk að segja mér að "hann er ábyggilega hræddari við þig en þú ert við hann"!!!!! fat chance!!! ef hann væri raunverulega hræddur við mig myndi hann láta mig í friði, hann myndi fljúga í hring í kringum mig og vera alveg sáttur við að vita ekkert hvað er inní eyranu á mér!!! hann myndi aldrei búa til "hreiður" í húsum og á leikskólum þar sem fólk gengur framhjá á hverjum einasta degi!!! ef hann væri hræddari við mig myndi hann fá sér vinnu eins og venjuleg skordýr og leita að blómum til að frjóvga eða flugum til að veiða!!! ef ég væri geitungur myndi ég ALDREI stinga neitt sem er þúsund sinnum stærra en ég þó ég fengi borgað fyrir það!!!!... nema ef ég vissi að ég hefði raunverulega yfirburðina, vissi að ég gæti stungið einhvers staðar í mjúka slímhimnu og drepið fórnarlamb mitt eða valdið því miklum sársauka.... ég myndi samt ekki gera það vegna þess að ég er ekki illa innrætt!!!!

hvað um það:) Engeyjarsundið:) ég held að sjósund fari soldið mikið eftir því hvað er utaná þér, ekki eingöngu en það skiptir máli, þess vegna er ég eins og ég er:)hehehehe 12°C er ekki sérlega heitt en það er samt ekki "kalt" nema ef þú berð það saman við sundlaugarnar.... ég þoli kuldann frekar vel og hef aldrei lent í að fá "skjálfta" (7, 9, 13) - svona geðveikir krampar sem þú getur fengið og gerir þig næstum ósjálfbjarga, alls ekki sniðugt í sjó:) svo er þetta líka kannski spurning um að æfa sig soldið? ég synti alltaf í sjónum þegar ég var krakki og svo byrjaði ég á því aftur þegar ég fékk klórofnæmið því það stóð ekkert annað til boða:) en ég hef ekki ennþá vanist því að synda inní marglittu þvögu.... það ER BARA ÓGEÐSLEGT! eins og að synda í hlaupi eða eitthvað...... ótjslegt!!!!! og þari... mér er ekki vel við þara... að er eitthvað svo mikið líf í honum:)hehehehe og Edda, allir strákar lenda í því að það "fjósi undan þeim" ... ekki alveg í bókstaflegri meiningu en það minnkar allt ískyggilega mikið og þess vegna er öllum rosalega illa við ljósmyndara á bakkanum eftir sund..... mér er líka illa við þá vegna þess að í kulda stækka geirvörtunar:)hehehehehe

..... og nýja vinnan mín er í Þjóðarbókhlöðunni við að taka digitalmyndir af dagblöðum og tímaritum (aðallega Morgunblaðinu frá upphafi) til að setja á netið:) þetta er fín vinna en tölvunar eru alltaf eitthvað að derra sig..... einhver tæknileg vandamál í gangi síðan ég byrjaði vegna þess að þeir voru að uppfæra fullt af dóti daginn sem ég byrjaði vegna þess að ég var að byrja, stækka minnið og eitthvað til að taka við fleiri gögnum.... I sort of feel responsible:)hehehehe..... og þeir eru ekki enn búnir að fatta að við erum að vinna þarna niðri því þeir slökktu ljósin aftur í gærkvöldi..... þeir hljóta að muna eftir okkur í kvöld???:)

farin að læra eins og herforingi aftur..... hvað lærir rosalega mikið? ég veit að það eru ekki herforingjar???:)

Engin ummæli: