ég er vöknuð og komin á fætur og klukkan er ekki einu sinni orðin sjö.... það er bara eitthvað svo mikið og merkilegt að gerast þessa dagana að ég bara gat ekki sofið lengur:)... vaknaði við það að mig var að dreyma strák sem ég þekkti fyrir mörgum árum, alveg rosalega raunverulegur draumur þannig að ég vaknaði og gat engan vegin sofnað aftur vegna pælinga um hvað hefði orðið um hann... síðast þegar ég hitti hann var hann nýbúinn að kynnast einhverri norskri stelpu og var að flytja með henni til Noregs en það eru ábyggilega komin 5 ár síðan það var.... hvað er langt síðan Eymundsson var tekin í gegn og það komu nýju innréttingarnar? það var áður en búðinni var breytt... long, long time ago:) þess vegna skil ég ekki afhverju mig dreymdi hann í nótt??????? furðulegt:)
verð að gera svo mikið í dag að það er alveg eins gott að byrja bara á því strax fyrst ég er vöknuð og hress og er jafnvel að hugsa um að fá mér morgunmat bráðum:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli