mánudagur, september 29, 2003

mikið ógeðslega er mikill vindur í dag!!!!

og þetta er einmitt dagurinn sem ég valdi mér til að vesenast! fór eldsnemma í morgun á pósthúsið til að senda tvo litla pakka og aftur heim, í skólann og aftur heim (mér fannst ég hafa svo mikinn tíma í morgun því ég var vöknuð fáránlega snemma að ég varð næstum of sein í fyrirlesturinn minn klukkan tíu) því ég hafði gleymt dótinu sem Kolbeinn þurfti að fá áður en hann flytur til Oxford á morgun... pælið í því! ég þekki mann sem er að fara að læra í Oxford:)!!!! fór til hans og kom við í 10-11 á leiðinni heim til að kaupa kattarmat og tannkrem og alls konar dót sem ég sá eftir að hafa keypt um leið og ég byrjaði að hjóla upp brekkuna heim til mín í þriðja skiptið í dag í þessum ógeðslega vindi.....:( ég er búin að hjóla meira í dag en meðaldaginn og allt á ská:)!!! ... útaf vindinum ... ská á hlið:) núna er ég með sand í augunum og blóðbragð í munninum (sem Gunnar lillibó segir að sé merki um mikinn bruna!!!... ehhh .... svona góðan bruna í líkamanum sem fólk sækist eftir þegar það fer í ræktina:))

annars held ég að þetta sé barasta mjög hollt að hjóla svona mikið.... svona uppá kransæðarnar og lungun og þannig:) ... ekki gott fyrir buxurnar mínar samt... það er eitthvað karma í gangi með mig og buxur.... kannski var ég illa innrættur klæðskeri í fyrra lífi og mér hefnist fyrir það í þessu með því að finna hvergi buxur sem passa og þegar ég finn buxur sem passa flæki ég þær í tannhjólunum á hjólinu og ríf þær!!!! þetta kom fyrir mig á leiðinni heim núna sko:) ég var að fara yfir Lækjargötuna, á ská en samt beint, og buxurnar flæktust í 3x gírs tannhjólin (hef ekki hugmynd um hvað það heitir.... þetta ysta og stærsta:)) og til að detta ekki á andlitið rykkti ég í til að losa fótinn og reif skálmina:( .... aumingja mamma:) hún gerir alltaf við það sem ég eyðilegg:) hehehehe

vindurinn í dag er samt ekkert vandamál miðað við það sem þessi gaur þarf að þola:)



ætli þetta sér roadkill eftir hann sjálfan?:)

Engin ummæli: