nýr dagur en núna rignir... ég man alltaf eftir því að mig vantar bretti á hjólið mitt þegar það er rigning úti ekki þegar það er sól og ég nenni aktúallí að koma mér uppí Skeifu til að kaupa bretti:)
Helga er líka komin með blogg og linka á hana hérna til hægri... vonandi er það í lagi?? ég tók mér bara það bessaleyfi að skella þér inn???:) get líka tekið þig út ef þú vilt það, Helga:)
ég held að ég sé ekki "alvöru stelpa"... sumir hafa verið að halda því fram við mig, eins og strákarnir sem ég var að vinna með og þannig.... alltaf stóð ég á því fastar en fótunum að ég væri alveg eins og allar aðrar stelpur bara minna fyrir meikup og að dressa mig upp og minna fyrir styttur og skraut og þannig en .... í gærkvöldi horfði ég á Sex og City þáttinn sem er víst það vinsælasta og .... þvílíkt leiðinlegur þáttur!!!! þessi ljóshærða sem er alltaf að skrifa í dagblaðið (er það ekki?) stóð og öskraði eins og leikskólabarn næstum allan þáttinn og þær virtust allar eiga í rosalegum vandræðum með það hreinlega að vera til.... kannski horfði ég ekki á réttu þættina (það voru tveir!) en mér fannst þetta ekkert merkilegt..... það gerir mig auðvitað ekki að neitt minni stelpu en þessi samnefnari er alltaf að minnka og minnka - ég er ekki að meina vinkonur mínar þegar ég tala um "alvöru stelpur", bara hafa það á hreinu:) ef þið væruð svona "alvöru stelpur" (eins og þær sem eru í lögfræði og félagsfræði) værum við líklega ekki vinkonur:)hehehehe ég þoli ekki að fara "með einhverjum á klósettið" ég er fullfær um að fara ein og vera ein þegar ég sinni svoleiðis hlutum... meira að segja á djamminu:) trúnó er eitthvað sem ég forðast eins og heitan eldinn.... nema stundum með Írisi og Hannesi þegar ég er búin með nokkra bjóra og fyllist gífurlegum ranghugmyndum um allt, mér finnst alltaf eins og þeim langi í alvöru að heyra ruglið sem vellur uppúr mér því ég er búin að þekkja þau í svo rosalega mörg ár og þannig... en þegar ég er búin með nokkra bjóra finnst mér líka alltaf góð hugmynd að syngja á almannafæri, henda vatnsblöðrum í önnur partý og tala við Þjóðverja.... eins og ég segi, ranghugmyndir:) mér er alveg sama ef fötin mín passa ekki saman ... svona yfirleitt, það kom ekki heimsendir þó að ég hafi ekki átt spegil í tvö og hálft ár (ég á spegil núna:) ég á spegla!!! fékk þrjá spegla að gjöf á einni viku:) tvo litla frá Antoni, pabba Ellu og Söru, og einn stóran frá Birni því hann sagði að það gengi ekki að ég ætti bara svona litla piparsveina-rakspegla:) verandi stelpa og ekki piparsveinn:)) og ég myndi aldrei kaupa mér Anne Gedes mynd af litlu barni klætt eins og blómkál eða býfluga.... það er bara eitthvað að því finnst mér:).... eins og pappabarnið sem gyðingastelpan (í fyrri þáttinum í gær) fékk frá manninum sínum (sem hún virðist hafa verið gift í seinni þættinum..... ég held að þetta hafi verið nýr þáttur og gamall þáttur???? held að fólk almennt sé ekki alveg sátt við að allar aðalpersónurnar séu í massa-sambúðar-samböndum sem gerbreytast milli þátta - hvernig er hægt að fylgjast með því??:))
þannig að: ég fíla ekki Sex/City (er það Sex AND the City eða Sex IN the City????), styttur, skraut, trúnó, sameiginlegar klósettferðir og spariföt.... og rugl... ég þoli ekki rugl:)..... og kvensjúkdómalækna!!! nenni ekki að skrifa allt aftur sem ég skrifaði í gær og strokaði út!!!! þannig að það verður bara stiklað á stóru því ég mæli ekki með manninum sem ég fór til, frekar læt ég pína mig í krabbameinshúsinu í Skógarhlíðinni eftir tvö ár - kannski geri ég bara mikið mál úr því hvað þetta hafi verið geðveikt vont síðast og heimta mjúkhentan lækni?:)
ég ætla ekki að segja hvað maðurinn heitir hérna á blogginu því þetta er Ísland, hann er ábyggilega frændi einhvers auk þess á hann ábyggilega mjög ófullnægða eiginkonu í Grafarvoginum, 2,4 börn og labrador (sem kannski er vel fullnægður???) og það gengur ekki að sverta mannorð manna fyrir það eitt að vera fíbl:)
ok, mætti, læknirinn kom fram á eftir einhverri konu, kallaði nafnið mitt og hvarf!!! ég missti af honum inn um eina af þessum hurðum á ganginum og var soldið týnd.... læknaritarinn aumkaði sig yfir mig og sýndi mér réttu hurðina eftir að allir í biðsalnum höfðu horft á mig eins og ég væri hálfviti með óstýrlátt hár:)
settist við skrifborðið hans og svara grilljón spurningum.... símar, nafn, heimilsfang, email, kennitala, núverandi starf, fyrri störf, foreldrar, sambúð/samband/einhleyp, börn, sjúkdómasaga (mörgum sinnum... leið eins og ég væri að sækja um vinnu en fengi hana ekki vegna þess að ég hafði ekki verið nægilega lasin um ævina), foreldrar, systkini, gæludýr!!!!!!!!! skil ekki alveg hvert hann var að fara þegar hann spurði um Fídel og Magnús.... kemur það málinu í alvöru eitthvað við hvort ég eigi gæludýr og hvaða????.... hann pikkaði öll svörin inn í laptopina sína og allan tímann hugsaði ég: "maðurinn er ekki búinn að klippa á sér neglurnar! hann er með langar neglur á hægri hendinni!!!! hann er með langar og brotnar og beittar neglur!!!!" ég ætla að taka það fram að eitt mesta turnoff í mínum huga eru langar neglur.... kannski ekki gítarneglur því þær þjóna tilgangi, plokka stengina, en þegar neglur hafa bara fengið að vaxa vegna vanrækslu og brotna vegna vanrækslu er það bara viðbjóðslegt!!!!! ég sef ekki hjá mönnum með óklipptar neglur en þessum manni ætlaði ég að borga fyrir að ..... ojjjjjjjjjjjj!!!!!!!
full viðbjóðs elti ég hann inní næsta herbergi þar sem ég átti að fara úr öllu að neðan og setjast í þetta sem kvensjúkdómalæknar voga sér að kalla "stól" - eini skyldleikinn við stól er að maður situr ekki á gólfinu... that's about it.....
ég klæddi mig úr, nokkrum sinnum úr sokkunum og í þá aftur..... kann ekki svona "úr að neðan" ettikett... sokkarnir eru að neðan en ef maður fer úr þeim er það soldið óverkill er það ekki vegna þess að þeir eru ekki að fara að skoða á manni tærnar... ákvað að lokum að fara úr skónum en vera í sokkunum og roðna bara í staðinn:)..... svo beið ég og beið og beið og beið og aldrei kom blessaði læknirinn.... hvað heldur hann að fólk sé lengi að klæða sig úr gallabuxum???? ég dundaði mér bara við að skoða lítið barn á sónarskjánum...... mér fannst það rosalega rangt að sitja þarna og horfa á annarra manna barn í einhverju ókunnugu legi... hvað ef ég hefði verið að koma til hans vegna þess að ég átti í erfiðleikum með að verða ólétt?? kannski hefði ég bara farið að vola þarna berrössuð á einhverju apparati horfandi á ófætt barn konunar á undan mér... sem betur fer langar mig ekki í barn en mér fannst þetta samt heimskulegt... maðurinn hefði átt að slökkva á skjánum þegar konan fór eða áður en ég fór inn og beið einhvern kortér með myndina mér til samlætis.... ég beið og beið og beið... ekki gat ég farið að kalla fram "ég er berrössuð"... solleis gerir maður ekki:)
loksins kom hann, tók prufuna og ómskoðaði allt innan í mér til að vera pottþéttur á öllu..... ég hef séð bíómyndir um konur sem eru óléttar, þar eru sett eitthvað smyrsl á magann á þeim og svo er einhverju tæki nuddað í það.... þessi ómskoðun var feitur penni í plasthanska með kremi bara settur upp.... já og svo kom mynd... ekkert barn í leginu mínu:) ekkert krabbamein heldur...... skoðunin tók ca. 3 mínútur og ég borgaði rúman fimmþúsundkall fyrir hana!!!! mér finnst það rippoff!!! kom út og leið eins og ég hefði verið að borga fyrir að sitja hálfber á einhverju fyrirbæri og svara billjón spurningum ekki fyrir að vera viss um að það væri í lagi með mig...... næst ætla ég í krabbameinshúsið.... mér er meira að segja sama núna þó að það verði vont, það líður hjá.... læknarnir tala heldur ekki eins mikið og þessi þarna í gær, kannski er það bara ég? en mér finnst mjög óþægilegt þegar menn eru að halda uppi samræðum við ... eitthvað annað en andlitið á mér:)
föstudagur, september 26, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli