hvað gerðist skemmtilegt í dag?
Survivor er ekki byrjað og ég nenni ekki að fylgjast með Jay Leno nema með öðru auganu og ég er of þreytt til að lesa eitthvað auk þess sem ég held að ég myndi bara sofna ef ég reyndi það:) um að gera að blogga þá sjálf... þori ekki að lesa annarra manna því það eru svo margir sem ég þekki sem fylgjast með þessum þáttum og kannski hafa einhverjir skrifað um þáttinn í gær????
só... við gáfum kennaranum okkar bjór í dag til að segja okkur sögu:) hann hafði lofað að segja söguna af því þegar hann og bróðir hans brutust inn í yfirgefið geðveikrahæli ef við gæfum honum bjór þannig að við létum hann standa við það:) nafnlaust auðvitað samt.... settum bjórinn bara á kennaraborðið þegar hann var ekki í stofunni:) vorum soldið hræddar um að þeir sem sáu mig setja bjórinn á borðið myndu kjafta frá en allir voru þöglir sem gröfin:) það heppnaðist samt ekki fyrr en í annarri tilraun að koma bjórnum á sinn stað því þegar ég var staðin upp í fyrra skiptið labbaði hann inn ég eipaði - tók sneggstu u-beygju sem um getur, sparkaði með öðrum fætinum í eitt borð sem rakst í annað, með hinum í stól, stakk ísköldum bjórnum inná mig og faldi mig bakvið Berglindi sem stóð til allrar hamingju við hliðina á mér:) roðnaði eins og karfi og tróð bjórnum aftur ofaní töskuna ... og kennarinn tók ekki eftir neinu:)
komst að því að tíður sessunautur minn til að verða tveggja ára er vinkona hans pabba, hann hefur farið oft í kaffi til hennar og þau þekkjast barasta ágætlega:) merkilega lítill heimur:)
við fengum þessa snilldar hugmynd eftir tíma og mér finnst hún svo góð að við verðum eiginlega að sækja um einkaleyfi á henni... við vorum að ræða ritgerðarefni samt... okkur dettur svona snilld í hug en um hvað í andskotanum eigum við að skrifa ritgerð???:)
þegar ég mætti uppí vinnu voru þrír strákar að vaða í "síkinu" umhverfis Þjóðarbókhlöðuna!!!! það var næstum frost í nótt en þeir voru að VAÐA, einn berfættur, annar berfættur í skóm og þriðji á hjóli í sokkunum og í skónum... þeir voru að hlaupa um og skvetta á hvorn annan! mér fannst þetta rosalega merkilegt:) október byrjar á morgun og þannig... kannski voru þeir á sveppum? ég hef heyrt alls konar sveppavímu sögur og þær enda mjög margar á því að fólki finnst svoleiðis mjög góð hugmynd... manni verður víst svo heitt á fótunum við að borða ofskynjunarsveppi:)
úúú!!! Survivor er að byrja!!!!
þriðjudagur, september 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli