gleymdi að segja frá "góðverkinu" sem ég gerði í gær:) þegar ég var að labba heim í gærkvöldi og var eiginlega alveg komin heyrði ég "SPPPPLLLLAAAATTTT" og fékk fugl í hausinn..... held að ég hafi meira að segja slegið frá mér vegna þess að mér brá svo mikið:/ þetta var pínkulítil lóa sem hafði ruglast á glugga og lofti, flogið beint á hann og steinrotað sig.... þarna lá hún á bakinu alveg útúr heiminum og kipptist til.... ég er auðvitað með svo pínkulítið hjarta að ég gat ekki bara látið hana liggja þarna eina og ruglaða svo ég setti standarann á hjólið einum megin við hana í svolítillri fjarlægð og stóð hinum megin svo að enginn myndi labba á hana á meðan hún væri að jafna sig. Stuttu seinna kom 12 ára stelpa sem býr í götunni minni með hundinn sinn, hún ætlar að verða dýralæknir þegar hún verður stór og er strax byrjuð að bjarga dýrum, eins og hundinum sem hún var með, það átti að lóga honum fyrir óþekkt en hún tók það ekki mál og var að ala hann upp.... virtist ganga alveg ágætlega hjá henni líka:) hún settist hjá mér og við spjölluðum um dýr og dýr og dýr og skólann soldið líka:) hún spurði mig við hvað ég ynni!!!!!! rosalega merkilegt að vera spurð að því:) svo varð hún soldið sjokkeruð þegar ég sagði að ég vissi ekkert hvað mig langaði til að verða - meira að segja hún var búin að ákveða sig:)hehehehe
þetta var næstum klukkutíma prósess.... litla lóan snéri sér á magann og vaggaði sér og hreyfði vængina og sat svo bara "kyrr" (hún leit soldið út fyrir að vera á bát, svona vagg hingað og vagg þangað:)) að lokum stóð hún upp og hundurinn var að verða vitlaus en fékk að dunda sér við að gelta á alla ketti sem komu nálægt okkur:) litla stelpan leyfði honum það og hrósaði honum meira að segja fyrir hvað hann var að vera duglegur.... þangað til að hún fattaði að núna væri hún búin að eyðileggja allt sem hún hafði verið að reyna að kenna honum um að gelta ekki á ketti:)hehehehe
rétt eftir tíu tók lóan svo tilhlaup og eftir að hafa stefnt á hausinn á mér í nokkur sekúndubrot rétti hún sig af og flaug í burtu - kannski bara til þess að fljúga í annan glugga? en vonandi hefur hún þá valið sér fáfarnari stað:) ef við hefðum ekki verið þarna hefðu að minnsta kosti fimm stigið á hana og tveir bílar keyrt yfir hana og nokkrir kettir reynt að veiða hana... ég gerði góðverk:) en mikið ROSALEGA er ég fegin að hún var ekki vængbrotin eða eitthvað!!!! ég hefði illa höndlað að þurfa eitthvað að díla við það auk þess sem ég hefði aldrei getað gert það fyrir framan litlu stelpuna með hundinn!!! ég hefði farið að vola eins og smábarn en þessi stelpa var alltof matter-of-fact-leg.... bannað að vera aumingi þegar maður á að vera fyrirmynd og þannig.... að minnsta kosti þegar maður er elstur í félagsskapnum:)
miðvikudagur, september 10, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli