Vaya Con Dios hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mööööörg ár ... og þetta lag er alveg frábært, settu það í botn og ég mana þig til að sleppa því að dilla þér!
ég er búin að vera að reyna að muna hvar ég var að passa þegar ég heyrði fyrst í þessari hljómsveit ... minnir að það hafi verið einhvers staðar með Kollu Skafta?? kannski var ég ekki að passa? ekki viss :)
annars er ég alveg að verða óþolandi útaf þessari ferð til Bandaríkjanna í haust ... margbúin að pakka í huganum, spá í hverju ég ætla að fara, hvað ég ætla að taka með mér og núna er ég að spá í hvaða tónlist ég á setja í spilarann, hvað ætli ég muni vilja hlusta á þegar ég krúsa í gegnum Illinois eða Missouri, Kansans, Oklahoma, Texas, Nýju Mexikó, Arizóna og Kalíforníu?
það verður eitthvað með Johnny Cash það er alveg víst, nokkur lög en kannski ekki Get Rhythm þó það sé afskaplega gott lag. þegar ég gekk á Hvannadalshnjúk var ég nefnilega ekki með spilara og fékk þetta lag á heilann þegar við gengum í línunni í einhverja 6 klukkutíma ... og þá kunni ég ekki allt lagið ... fékk aaaaaðeins leið á því :)
og ég veit að þetta er Joaquin Phoenix ekki Johnny Cash, Joaquin er bara svo deadsexy og fer svo vel með þetta lag ;)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er með milljón athugasemdir :)
Kalífornía: Jane's Addiction og Pixies
Missouri og Kansas: Timbre Timbre, sérstaklega í sveitinni um kvöld
Texas: Soundtrakkið úr O Brother Where Art Thou
Soundtrakkið úr The Big Lebowsky, Born To Run með Bruce Springsteen og mikið með Neil Young ætti að passa vel við hvenær sem er :D
guðmundur
Skrifa ummæli