Er þetta spurning um að fatasmekkurinn minn sé að breytast? Ég er að bíða eftir að vélin með rauða þvottinum klárist svo ég geti hengt fötin upp og sett aðra vél á bið með ljósbrúnum, bláum og grænum fötum. Þvotturinn fer á bið svo hún fari í gang áður en ég kem heim og bíður mín búin, full af hreinum fötum sem ég get hengt upp án þess að bíða eftir að hún klárist. Þetta kallast skipulag.
En kannski er ég bara að verða fullorðin? Morgunmaturinn var afgangur af lummum sem ég bakaði í morgunmat í gærmorgun ... en það gæti líka verið tilviljun og hreint alls ekkert merki um þroska því mér tókst að eyðileggja tvær lummur með því að hita þær þangað til þær voru nánast orðnar að deigi aftur.
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli