miðvikudagur, júní 15, 2011

klukkan er að verða þrjú og ég var að vakna, eftir næturvakt að vísu þannig að ég er ekki alger slúbbert. ég svaf samt yfir mig. ætlaði að vera vöknuð um hádegið til að slá garðinn og gera alls konar gagnlegt í dag. ég næ að slá garðinn og fara í afmæli og fara á ítölskunámskeiðið mitt. alls konar gagnlegt verður að bíða morgundagsins en ég get auðvitað farið í BYKO þegar ég er búin að fara með grasið á Sorpu til að undirbúa gagnlegheit morgundagsins er það ekki?

en fyrst verð ég að slá garðinn, er ekki örugglega sumarveður? ekki bara gluggaveður? vona að það er ekki of kalt, ég er í kvartbuxum og neita að skipta, það er kominn 15. júní og kvartbuxur geta ekki verið of bjartsýnar :)


Já og:

Innilega til hamingju með afmælið Gréta mín!


Lifið heil

Engin ummæli: