föstudagur, júní 03, 2011

Góðan og blessaðan og gleðilegt sumar :)


Ég sló garðinn á miðvikudaginn. Þegar ég mætti á vaktina var grenjandi rigning þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að geta slegið en svo birti til og sólin fór að skína. Þegar vaktin var búin var allt orðið þurrt svo ég til að slá hraðamet í garðslætti áður en ég átti að mæta á námskeið um kvöldið - ég er að læra ítölsku, frábær kennari sem kennir líka frönsku þannig að ef ykkur langar á námskeið í öðru hvoru málinu, stutt, þægilegt og skemmtilegt námskeið á mjög fínu verði hafið endilega samband og ég læt ykkur fá tölvupóstfang ;)

Ég náði sumsé að setja hraðamet, fara í Sorpu með afraksturinn, fara í sturtu á merkilega stuttum tíma og garðurinn lítur meira að segja ekki út fyrir að hafa slegið sig sjálfur ... það getur gerst.

Annars bara ... ég er að fá netið heim til mínu aftur á næstu dögum þannig að ég verð hugsanlega, mögulega duglegri að blogga bráðum? Sjáum til ;)

Góðar stundir

Engin ummæli: