fimmtudagur, júní 09, 2011

Þá er ég komin með netið heima hjá mér, núna fer ég ábyggilega að blogga eins og vitlaus aftur í staðinn fyrir að gera allt hitt sem ég þarf að gera. sýni facebook kannski líka meiri áhuga ... ég byrja líklega að twitta - eða nota ég kannski bara twitter?

núna er ég að fara að gefa blóð, þeim vantar blóð þannig að endilega látið sjá ykkur í dag eða sem fyrst.

og nei, ég er ekki orðin húsmóðir ennþá. ég reyndi að borða AB mjólk áðan sem var best fyrir 25. apríl, ég efa það ekki en hún var ekki beysin með seríósi 9. júní.

Lifið heil og hafið sumarið í hjartanu fyrst það er ekki úti

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera komin með netið heim til þín :) Vonandi bloggar þú þá smá meira :)