mánudagur, mars 31, 2008

Já, ég hef ekki verið dugleg hérna undanfarið og helgast það aðallega af því að ég hef verið svo upptekin við að undirbúa
1. aprílsgrikkina mína!! :)

alltaf gaman að geta gabbað fólk almennilega og gert það "löglega" :) þetta er skemmtileg hefð, þið getið lesið allt um hana á Wikipedia og ég mæli sérstaklega með listanum yfir gömul göbb fjölmiðlanna:) ég sá aldrei fréttina um spagettí-uppskeruna á Ítalíu en ég sé hana fyrir mér og ég held að þetta gabb sé eitt hið besta í sögunni:)

... hundreds phoned in the following day to question the authenticity of the story, or ask for more information about spaghetti cultivation and how they could grow their own spaghetti trees. The BBC reportedly told them to "place a sprig of spaghetti in a tin of tomato sauce and hope for the best".

ég veit ekki með ykkur, hvort þið verðið fyrir barðinu á mótmælum dagsins eða ekki, en ég held með vörubílstjórunum og er mjög hlynnt og samþykk því að loksins, loksins gera Íslendingar eitthvað "á móti"!

Góðar stundir og andið með nefinu ef þið þurfið að bíða til að komast á milli staða í dag á bílunum ykkar - fólk sem vinnur við að keyra getur það ekki þegar olían er komin í tæpann tvöhundruð kall líterinn, það gengur ekki að borga með akstrinum ef þú ætlar að lifa á honum;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætli vörubílstjórar verði kærðir fyrir að hefta ferðafrelsi fólks eins og Saving Iceland hópurinn :)

Nafnlaus sagði...

Ég er að hugsa um að hringja í vinnuna og segjast vera veik....það verður mitt gabb - hahahahahahahaha
Ég gleymi yfirleitt að hlusta á fréttir 1. apríl en mér fannst fréttin um selina í seltjörn fyndin! en spaghettí uppskera slær það eiginlega út!!!
Lati framhaldskólakennarinn

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.

Enn eitt matartímaviðmiðunarorð: "drunch" þegar kvöldmatur og hádegisverður renna saman. Sá þetta á spjallsíðu Í.F.H.K.

Já, þú hefur aðstöðuna fyrir aprílgabb, lögreglu- eða fangavarðabúningur....bara að ná í einhvern. Tala nú ekki um ef maður þekkir einhvern í sérsveitinni ;-)

Dæmi:
Ég var að vinna í ónefndu smáþorpi í ónefndu landi, þegar ég var ungur maður.
Vann í bakaríi. Hjá okkur vann ungur bakarsveinn sem átti erfitt með að vakna og mæta á réttum tíma til vinnu.
Í smáþorpi þessu voru fáir en góðir lögreglumenn, sem komu stundum til okkar í bakaríið fyrir opnun og fengu með kaffinu.
1. apríl gerðum við samning við lögreglumenn á vakt. Ná í bakardrenginn svefnsæla og mæta með hann í vinnuna, lögreglan fengi frítt með kaffinu í viku í staðinn.
Lögreglan mætir heim til bakaradrengsins kl. 4:30 að morgni, ber að dyrum, móðir drengsins opnar, þeir ná orðlaust í drenginn,nema : "Du kommer med ! " og keyra hann orðlaust í vinnuna.
Bakardrengurin varð víst ansi skelkaður, en mætti lengi vel á eftir á réttum tíma í vinnuna.

Nei, Guðrún þú mátt EKKI senda sérsveitarmenn heim til mín, ég get verið úrillur ef ég er vakin illa.

Bensínverð og mótmæli... mig hefur lengi langað í rafmagnsbíl. Sjá www.elbilnorge.no. Sérstaklega einn með svona regnbogalitum á.

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.