miðvikudagur, apríl 02, 2008

Ég vil byrja á að óska Bryndísi innilega til hamingju með daginn:

Innilega til hamingju með afmælið Bryndís mín:)

og strax ætla ég að segja ykkur frá svolitlu öðru, Fídel er svolítill furðufugl. Ég veit þið hugsið, hvurnig getur köttur verið fugl? Hann er auðvitað ekki fiðraður og ég býst ekki við að hann geti flogið, en furðulegur er hann. Það er vatn handa honum um alla íbúðina því hann getur ekki drukkið hvað sem er hvar sem er ... á tímabili síðasta vetur neitaði hann að drekka úr öðru en baðherbergisvaskinum sem var smá vesen. Hann er hættur því núna en það kostaði mikinn grát og gnístan tanna að venja hann af því - minna tanna, hann grét bara - og ég veit ekki einu sinni hvernig hann komst upp á lagið með að fá mig til að setja vatn í vaskinn fyrir hann?

Hérna er hann að drekka úr kertastjökum sem ég var einu sinni með inná baði

Svona kertastjakar virka ekki heima hjá mér því veiðihár eru fara að loga áður en sumir fatta að það er kveikt á kertinu ... en ég lofaði að ræða það ekkert við ókunnuga;)

Núna er Fídel sem sagt með glas hjá matnum sínum, annað við eldhúsvaskinn og eitt við baðherbergisvaskinn. Hann drekkur samt bara í baðherberginu og þá helst úr sturtunni. Ég fór í sturtu i morgun og það var svo kalt að ég opnaði bara rifu til að ná í handklæðið. Ég var að þurrka mér inní sturtuklefanum og hef greinilega verið að slóra of mikið því allt í einu kemur hávært mjálm og loppa innum rifun til að opna hurðina betur:) Þegar ég kem úr sundi situr hann á sturtugólfinu og sleikir upp sundlaugavatnsdropana sem falla af bolnum, ef það liggur eitthvað "í bleyti" í vasknum (eins og þegar eitthvað er fast í potti eftir kærulausa eldamennsku) er það vatn miklu, miklu betra en nokkuð sem var að renna í glasið ... ég veit að ég á ekki að gefa kettinum neitt að drekka sem ég myndi ekki vilja drekka sjálf, en hvað ef hann sækir í það sjálfur? má ég búast við kæru frá Kattavinafélaginu fyrir að vera óvinveitt köttum?

... mér til varnar þá hefur Fídel verið svona alla ævi og ég hef alltaf verið að skamma hann fyrir að haga sér svona en það er ekki hægt að skamma óvita fyrir það sem er í genunum. Ég hef líka ákveðnar skoðanir á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Mér finnst til dæmis alls ekkert gott að borða heitt og kalt saman, salat og heitt kjöt til dæmis er bara alls ekkert gott! Pabbi minn er líka frekar sérstakur á stundum, en ofsalega elskulegur:) Hann heyrði til dæmis í fréttunum á mánudaginn að maður hefði verið handtekinn og sæti nú í fangageymslum lögreglunnar. Um kvöldið lét pabbi lét mig vita sérstaklega að það væri glæpamaður í vinnunni minni ... jamms, við fangaverðir hittum stundum glæpamenn í vinnunni okkar;)

Pabbi keyrir smartbíl , hann var að spá í að fara í gær og mótmæla hækkandi olíuverði, smartbíllinn er jú díselbíll. Hann hætti hins vegar við að fara, nokkrar ástæður lágu að baki því. Í fyrsta lagi þá nennti hann ekki út í umferðina, auk þess borgar hann ekkert svo mikið í olíu, bíllinn tekur bara 10 lítra og það endist í rúman mánuð, og besta ástæðan að mínu mati var sú að bíllinn hans lítur út eins og björgunarbátur út frá einhverjum jeppanum:)

Góðar stundir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.

Kannast við svona kattasérviskudrykjarathafnir.

Þú gætir spurt mína fyrrverandi að því.

Ég kann margar skemmtisögur af ýmsum vatnsvandamálum kisanna sem ég og mín fyrrverandi áttum.
Blessuð c minning þeirra.
T.d. sagan af því þegar Vicky datt ofan í klósettið, eð Hvíta kisa sem velti öllum ílátum sem vatn var í, um koll, til að fá sér sopa.

Gott á ráð við svona drykkjuósiðum katta er að fjárfesta í svona:

http://www.petsmart.com/product/index.jsp?productId=2754468&utm_medium=nextag&mr:referralID=2b1bdfd9-042e-11dd-8103-000423bb4e79&utm_source=cse

Fleiri tegundir til af þessu:

http://www.nextag.com/cat-water-fountain

Mjög sniðugt og þægilegt.
Og Fídel fær nóg að drekka.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Tinna vinkona þín sagði...

sko, guðjón gerir þetta líka, veltir um koll öllu og drekkur úr vaskinum og sturtunni en hann gengur líka lengra. einu sinni kom ég að honum þar sem hann var hálfur ofan í klósettinu, tyllti bara litlu loppunum sínum innan á klósettskálina og teygði hausin niður til að súpa.

eftir það gafst ég upp, hann drekkur bara það sem honum sýnist og svo hætti ég að kyssa hann á snoppuna. vaka gerir það samt alveg hiklaust áfram.