laugardagur, apríl 19, 2008

Kominn laugardagur aftur, merkilegt hvað þetta vor ætlar að líða hratt:) yfirleitt þegar eitthvað tilhlökkunarefni er framundan líður tíminn ekki neitt en núna er ég orðin hrædd um að ég nái ekki að gera allt sem ég þarf að gera áður en ég fer út:)

Þrekmeistarinn er í dag og Farandi er að keppa:) ég geri ráð fyrir að Choco Bomburnar rúlli þessu upp og standi sig með prýði, allir að hugsa armbeygjur og uppstig milli eitt og tvö í dag og senda straumana norður á Akureyri:)

Fór í svona dinner'n a show í gærkvöldi, frumsýningu kvöldið áður, út að borða með hinum fangavörðunum á miðvikudaginn, námskeið á þriðjudaginn, fékk Frekjuna í mat á mánudaginn og var í bústað síðustu helgi ... vikan á undan var ekki alveg eins fjölbreytt því ég var að vinna rúmlega 13 tíma vaktir alla vikuna en hún var langt frá því að vera viðburðasnauð ... þegar svo margt hefur gerst og svo margt hægt að segja veit ég ekki á hverju ég á að byrja:)

... hafið þið séð Duel? fyrsta myndin sem Steven Spielberg leikstýrði alveg sjálfur, er það ekki? verð að spyrja Jónas að þessu næst þegar ég hitti hann:) anívei, hún er svona frekar spúkí, maður vs. trukkur og mikið um trukkalúðursblástur og óhuggulegheit. Þegar ég var að labba í vinnuna um daginn, daginn sem trukkabílstjórarnir umkringdu lögreglustöðina, kom einn svona stór vörubíll löturhægt á eftir mér þegar ég var að ganga Snorrabrautina. Trukkurinn var risastór og grár og það sást ekki í ökumanninn en hann lét vita af sér með því að þeyta flautuna sífellt. Ég fór strax að hugsa um Duel og ég fylltist miklum óhug, alveg eins og þegar ég horfði á myndina:) ég var meira að segja farin að hlaupa aðeins við fót til að losna frá honum fyrr - gæsahúð á hnakkanum og allur pakkinn, verð að viðurkenna að ég var barasta slatti hrædd :)

Var þetta ekki skemmtileg saga? ;)

Lifið heil

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló
Hefur þú, eða einhver annar, heyrt að klikkaði puttalingurinn í The Hitcher (sem Rutger Hauer lék/leikur) sé trukkabílstjórinn úr Duel?
Semsagt, að hann hafi lifað af þegar trukkurinn keyrði útaf og fór í klessu - og haldið áftam að hrekkja vegfarendur; þó trukkinn vantaði.
Bar'a'spögglera.

ankh

Syneta sagði...

Ekki heyrt þetta en núna langar mig til að sjá The Hitcher ... einhvern tímann í sumar þegar sólin er hátt á lofti allan sólarhringinn ;)

ég hef hins vegar heyrt mismunandi kenningar um hvort það hafi verið nokkur bílstjóri og líka hvort það hafi yfir höfuð verið trukkur því enginn annar virtist sjá hann:)

Nafnlaus sagði...

Takka Syneta - ég fann sko straumana alla leiðina norður :)
Vantaði bara þig á svæðið, þú kemur bara næst - og keppir!