miðvikudagur, apríl 23, 2008

Það er ekki langt síðan ég keypti mér dýrt sjampó fyrir dökkhært fólk, ekkert bónussjampó á hundrað kall líterinn heldur alvöru Brilliant Brunette sjampó frá John Frieda - til að vera extra sæt á næstunni.

Það var líka alveg að virka þangað til í gær - í gær eyddi ég meiri pening en fór í sjampóið og litaði hárið á mér ljóst ... er einhver dökkhærð þarna úti sem vill vera sæt á næstunni?

Afsakið blondínur, þið þurfið ekkert svona sjampó til að vera sætar, við erum það nú þegar og sorrý strákar, þetta er stelpusjampó:)

Góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á svona Jon Frieda sjampó fyrir krullað hár!!! er með fullt af krullum og hárið á mér flækist minna ef ég nota það!! Væri gaman að sjá þig ljóshærða, gæti sýnt þér einar 3000 óflæktar krullur hahahahahahaha

Kem til Reykjavíkur að skoða nýasta meðlim fjölskyldunnar minnar - gætum kannski fengið okkur latte saman.

kv Valgerður