þriðjudagur, apríl 29, 2008

Mér líður eins og það séu að koma jól:)

Ég er nánast algerlega ósofin, er af þeim sökum frekar óglatt og sljó í höfðinu en það er alveg í lagi því ég hlakka svo mikið til morgundagsins og daganna sem á eftir koma:) ég get líka fengið að sofa næstu nætur því ég verð í fríi í vinnunni og væntanlega í algerri afslöppun - væntanlega vegna þess að síðustu nótt í vinnunni var bíómyndin Poseidon á Stöð 2 (Rated PG-13 for intense prolonged sequences of disaster and peril) ... hún er eflaust ekki besta andlega fóðrið fyrir siglingu á skemmtiferðaskipi en ég er með sterk bein og þykkan skráp, jújú:)

Ég næ ekki að klára allt sem stóð til að klára áður en ég færi en mér finnst ég samt hafa komið miklu meira í verk undanfarna daga en ég hefði komið í verk ef ég hefði ekki verið að vinna á næturnar - fyrir utan svefn, þegar ég vinn á daginn geri ég meira af því að sofa en þegar ég er svona á næturvöktum;) það er erfiðara að segja sér að fara að sofa og hvíla sig þegar það er glampandi sólskin og allir vakandi, nánast eins og ég sé að svíkjast um:)

Það stóð til að þrífa almennilega heima hjá mér svo Fídel og passarinn/arnir væru í hreinni íbúð á meðan ég væri úti en það gekk ekki eins vel og til stóð - þá vonandi verður ekki haldið partý heima hjá mér á meðan, ekkert gaman að halda partý í draslaralegri íbúð er það? ... mér finnist samt ekki alltaf vera samhengi á milli þess sem mér finnst um ástandið heima og hvað öðrum finnst, nema náttúrulega að ég þekki bara svona kurteist fólk?:) fólk sem kann ekki við að samsinna mér þegar mér finnst allt líta út eins og eftir sprengjuárás:)

hvað segiði? eruð þið kurteis? eða komið þið aldrei í heimsókn? :)

Góðar stundir

3 ummæli:

Frekja með frjálsri aðferð sagði...

Sorrí. Of seint. Ég er búin að bjóða í partí í kvöld og býst fastlega við því að íbúðinni verði rústað í framhaldinu. Ég sé til hvort ég nenni að splæsa í viðgerð á verstu skemmdunum áður en þú kemur heim. En þú veist náttúrlega hvernig ég og vinir mínir erum svo ég myndi ekkert vera að búast við því að íbúðin verði fokheld þegar þú kemur heim. Þessar hommsur er svo ofbeldisfullar alltaf hreint.

theddag sagði...

Ég er bæði kurteis og kem í heimsókn. Hins vegar bannarðu mér að koma í heimsókn nema þú sért búin að taka til, held því að vandinn liggi hjá þér ;)

En ... hvenær ferðu út? Gleymi því alltaf.

VallaÓsk sagði...

Ég kem í heimsókn og held að ég sé alla veganna ekkert sérstaklega ókurteis!!!! Finnst þægilegt að koma heim til þín því það er svo þægilegt andrúmsloft!!!
Ég er á engan hátt hæf til að dæma drasl í annarra manna íbúðum því mér finnst best að hafa smá rót í kringum mig.....alls ekki skítugt en bara svona heimilislegt!!!