sunnudagur, mars 09, 2008

Vitið þið eitthvað um Túrkmenistan? Stundum langar mig til að vera einræðisherra eins og Saparmurat Niyazov en ég held ég þurfi ögn meira egó til að komast upp með það ... vera sannfærandi ef þið skiljið mig? ég er til dæmis ekki með nægilega stórt egó til að láta alla lækna landsins sverja mér eið í staðinn fyrir að sverja Hippókratesareiðinn:)

In November 2005 physicians were ordered to swear an oath to the President, replacing the Hippocratic Oath.- sjáið allt sem hann lögfesti fyrir miðri síðu undir Presidential decrees.

svo er ég heldur ekki haldin nægilega miklum ranghugmyndum um umhverfið mitt til að segja hluti eins og:

I admit it, there are too many portraits, pictures and monuments. I don't find any pleasure in it, but the people demand it because of their mentality.

annars er ég farin að vera frekar hrifin af "ranghugmyndum um eigið umhverfi" þegar þær birtast hjá öðrum, aðallega vegna þess að útgáfurnar koma mér endalaust á óvart og staðfesta fyrir mér hin ægilega fjölbreytileika mannsandans:)



Lifið heil

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mig langar að verða einræðisherra, er alveg búin að sjá út eyjar í Breiðafirðinum sem hægt er að nota sem fangaeyjar.....allir sem mótmæla mér hverfa!!!! og svo ætla ég að sprengja upp allt sem mér finnst ljótt og/eða óþarfi!!!
þetta plan set ég í framkvæmd um leið og ég hef tíma:oD

Tinna vinkona þín sagði...

ég var mikill aðdáandi túrkmenbasi (þýð. faðir allra túrkmena) eins og hann kallaði sig og er enn sorgmædd yfir fráfalli hans. það kann þó að vera að kjör túrkmena og lýðræði í túrkeminstan hafi eitthvað skánað eftir að Gurbanguly Berdimuhammedow tók við embætti.

Hlúnkur Skúnkur sagði...

Geturðu ekki nýtt næturvaktirnar í að byggja upp gígantískt egó og aðdáunarverða flóru ranghugmynda?

Valgerður: Ekki voga þér að snerta Breiðafjarðareyjarnar !!!