Föstudagurinn langi - bjartur og fagur sýnist mér útum gluggann, er gluggaveður?
Vinsamlegast segið já því ég kemst ekki út til að tékka á því sjálf:)
Skringilegt nafn á bíómynd, The Long Good Friday, mér finnst frekar þunnt að skíra mynd þessu nafni þó hún gerist um páska:) ... en hún er víst fræg ... en þó að ég viti að hún hafi verið gerð, að menn hafi verið hengdir upp á hvolf í henni og ég þekki Harry Potter þá skil ég ekki þennan brandara? Merkilegt þegar brandarar eru bara ekkert fyndnir, einhverjum hlýtur að finnast þeir það góðir að það er þess virði að teikna þá, lita og setja á netið en ég bara næ þeim ekki alltaf:) skiljanlegt með skrítlur sem tengjast pólitík og atburðum í ákveðnum borgum og samfélögum, eins og Sigmundinn okkar sem þykir eflaust ekki fyndinn nema á Íslandi, en þegar er verið að vísa í bíómyndir/persónur/mat/tæki sem við þekkjum ættum við að minnsta kosti að brosa, er það ekki?
Annars dauðvorkenndi ég Zorró í fyrrakvöld. Hann var heima hjá mömmu og pabba allan tímann sem bróðir minn var úti og eftir hverja einustu máltíð þá tékkaði hann undir borðinu fullur óbilandi bjartsýni um að við hefðum misst eitthvað af diskunum okkar sem hann mætti eiga. Eigandi hans (jú, hún á hann) er nefnilega ekki alveg orðin þriggja og missir stundum niður þegar hún er að borða. Hann er góður vanur heiman frá sér en aldrei nokkurn tímann misstum við neitt niður - nema mamma missti einu sinni pínkulítið brokkólí á gólfið (honum fannst það ekkert gott en át það samt, það er allt hey í harðindum). Eftir kvöldmat á miðvikudaginn var ég að ganga frá eftir matinn hjá mömmu og pabbi. Það var ný tómatsósuflaska á borðinu og þegar ég tók hana upp gerðist kraftaverkið sem Zorró er alltaf að bíða eftir. Ég missti takið á flöskunni þannig að hún rann úr lófanum á mér og þegar ég greip fastar til að missa hana ekki slitnaði flipinn af tappanum, hún datt í gólfið og skoppaði tvisvar áður en hún lenti opin á hliðinni ... það sást ekkert á gólfinu nema nokkrir dropar við hliðina á flöskunni en um leið og ég beygði mig niður og kíkti undir borðið var umhorfs eins og miðlungslitlu dýri hefði verið slátrað án vottunar frá heilbrigðiseftirlitinu. Ég veit ekki hvort okkar hefði verið sáttara við þetta slys, ég yfir að þurfa ekki að þrífa og nudda og þrífa og skúra eða Zorró yfir að loksins, loksins hefði orðið kraftaverk:)
Ég kveð ykkur á Föstudaginn langa með mynd af hundi sem virðist hafa gefist upp fyrir gulu höndinni:)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Zorró bíður þó og tékkar undir borði. Klói veiðir af gafflinum sem er á leið uppí mann ... og fólki finnst skrítið að ég sé barnlaus (mistókst uppeldið á kettinum, hvernig heldurðu að börnin yrði?)
Ég er alveg sammála með þennan brandara, ég er heldur ekki að fatta hann.
3 vikur í bústað :D
Það var yndislegt veður á Akureyri á föstudaginn langa, gott að sitja í sólinni og vera minntur á að bráðum hverfi þessi fjandans vetur.
Skrifa ummæli