föstudagur, mars 07, 2008

Föstudagskvöld í Borg óttans og ég er á kvöld-næturvakt - hér mun vera stuð:)

Vikan fór öll í vinnu, frídagarnir fóru í vinnu á öðrum stað vegna veikinda þar þannig að ný vaktatörn byrjaði í gær án frídags ... væri alveg í lagi ef ég hefði ekki ætlað mér annað með frítímann þessa vikuna en svo gabbaðist ég í þessa vitleysu alla. Ég kann alveg að segja nei, ég segi það bara aldrei á réttum tíma og yfirleitt ekki við rétta fólkið heldur;)

nei, nei, nei, nei, nei ... ertu viss? ha? nei ... og þá er ég búin að skjóta mig í fótinn:)

annars er margt skemmtilegt á döfinni á næstunni, ég verð að vinna alla þessa helgi en bróðir minn kemur heim í lok næstu viku, á föstudaginn mun ég vera vængkona og fer út að borða á laugardaginn, helgina eftir það eru páskarnir og þá mun vera spilað líka:) svo er sumarbústaðaferð og þannig líka í býgerð þannig að ég er spennt yfir komandi félagslífi - ég verð bara að vera duglegri í eiginlífinu til að geta notið alls þessa held ég barasta, gengur ekki að vera með samviskubit allan liðlangan daginn er það nokkuð?;)

Góðar stundir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki vera með samviskubit, það er ekki hollt :) Prófaðu næst þegar þú vilt segja nei að segja ELDUR!!!...það hjálpar :)

Nafnlaus sagði...

Ehemm, ég var í útlöndum - hvernig gerð er þessi býgerð?

BerglindSteins