Jæja, kominn föstudagur en mér finnst samt vera fimmtudagur því ég er á næturvaktinni ... aftur:) það er farið að birta en ég hlakka óskaplega til að komast heim í bólið, svaf nefnilega bara til hádegis í gær því ég varð að koma svo miklu í verk fyrir fjögur og náði svo bara að leggja mig í tæpan klukkutíma milli sex og sjö í gærkvöldi þannig að ég er nánast ósofin ... ég er mjög góð í að sofna á öðrum tímum en "hefðbundnum" svefntímum þannig að þessar vaktir fara ekkert illa í mig, ég get vakað á hvaða tíma sólarhringsins sem er ef ég fæ svefn á milli:)
við vorum að ræða þetta hér áðan, þegar aldurinn færist yfir breytist sumt fólk úr B fólki í A fólk en allir virðast vera sammála um að svefn er ekki lengur "obtional":) einu sinni gat ég verið vakandi á hvaða tíma sólarhringsins sem er og það skipti bara sæmilega miklu máli að fá einhvern svefn á milli:)
ef þið googlið hufsa er ein skilgreiningin:
1. hufsa; An overly paranoid, hobbit-like creature who easily becomes spellbound by the colour red; noun.
passiði ykkur á að sýna mér ekki neitt rautt krakkar mínir:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Nei, en náttverður er orð.
Berglind
Skrifa ummæli