föstudagur, janúar 18, 2008

Pastaspurningum svarað!! Ég vil þakka Deezu fyrir upplýsingarnar um cannelloniíð hér að neðan og Ása fyrir að senda mér krækju á pastagerðavél sem er hægt að kaupa hérna á Íslandi

Pastafagmenn/framleiðendur kjósa þó líklega að kaupa sér svona massatæki sem þarf heilt herbergi um sig. Þetta er vélarhlutinn sem býr til formin og auðvitað vélin sjálf :)

Svarið er sem sagt, skrúfupasta og cannelloni er gert í vélum:)


Lifið heil

2 ummæli:

Tinna vinkona þín sagði...

ah, en hvað með á tímum rómverja? ég sætti mig ekki við þessa niðurstöðu.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þessi pastavél svolítið fúl.....
Ég sé nebbinlega fyrir mér tvo svona feita ítalska kalla sem standa með pastadeig milli handanna og snúa og snúa og snúa alveg á fullu til að búa til skrúfur. og síðan klippa og þurrka alveg á fullu. Það er miklu skemmtilegra en vélar :)