laugardagur, janúar 19, 2008

Aumingja pólskir lögfræðingar, í augum enskumælandi er auðveldast að muna pólska orðið fyrir lögfræðing með að sjá fyrir sér rækju með harmónikku:



og pólska orðið fyrir lögfræðing er auðvitað prawnik, þá vitið þið það:)

Góðar stundir

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og leikskóli er gatari!!

theddag sagði...

og hestamannafélag á færeysku er Ríðumannafélag (held ég örugglega).

Tungumál eru yndisleg.

Ef maður segir sóríasis (á íslenskum) við enskumælandi fer hann að hlæja. Í hans eyrum hljómar þetta eins og "soar ass".

Nafnlaus sagði...

Uuuu, hérna... er harmonika ekki ,accordion'? ,Harmonica' er munnharpa.
Skv. myndinni er lögfræðingur þá prawnion; ekkert sérlega pólsk ending (-ion)... sko, bar'a'spöggle'ra.

Syneta sagði...

Jújú, prawnið er samt aðalhluti orðsins:) svo harmónikka eins og á íslensku því ég er jú íslenskumælandi líka - þetta voru bara myndirnar sem komu upp í kollinn á mér þegar ég las þetta orð fyrst:)

Nafnlaus sagði...

Mikið um rækju færslur undanfarið :)
Gummi

Nafnlaus sagði...

Ahh... !
Afar gott myndmál, þetta með pravnik.
Man þetta þegar ég þarf að leiðbeina lesheftum börnum næst.
Eða í útlensku fyrir íslendinga.. og öfugt.
Meðal annars...kukulus er poppkorn á litháen-isku.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.