fimmtudagur, janúar 17, 2008

Ég veit ekki almennilega hvernig mér tókst það en ég er búin að setja barnalæsingu á hurð í bílnum mínum, það væri svo sem alveg í lagi ef það væri ekki bílstjórahurðin. Núna þarf ég alltaf að opna gluggan, teygja mig út og opna utanfrá, frekar hallærislegt:)

En talandi um hallærislegt þá er meira í lífi mínu frekar pínlegt. Ég fór að sjá Alvin og íkornana síðustu helgi með tveim litlum frænkum, sjö og tíu ára. Við vorum að tala saman í hléinu og ég var að segja þeim frá því þegar ég var lítil og íkornarnir voru vinsælir (komst að svolitlu eftir bíóið að vísu, vissuð þið að þessir íkornar eru rúmlega 50 ára gamlir?!). Við töluðum auðvitað líka um hvernig myndin væri og hvað við ætluðum að gera næst þegar við hittumst og svo framvegis. Skyndilega snéri þessi tíu ára sér að mér og sagði:

"Það er svo gaman að fara með þér í bíó ..."
"takk fyrir það" ég ljómaði að sjálfsögðu
"því stundum hlærðu og þú ert sú eina í bíóinu sem hlærð"

ég hló auðvitað, krakkinn hlaut að vera að grínast!!

"já, einmitt svona, þegar þér finnst eitthvað fyndið en engum öðrum, þá heyrist bara í þér"


æðislegt!! :) Þetta var að sjálfsögðu sagt í fullri einlægni og ekki illa meint þannig að ég erfi þetta auðvitað ekkert við hana en stundum er frekar erfitt að taka hrósi barna:) ... var ég búin að segja ykkur frá því hvað við elsta systir mín erum ólíkar samkvæmt syni hennar?

Við vorum að koma frá Drangsnesi, Einar var að keyra, strákarnir sátu þrír í aftursætinu (10 og 11 ára) og ég var að tala við þá um komu foreldra þeirra frá útlöndum seinna um daginn. Ég var búin að passa þá í rétt rúma viku, búa heima hjá þeim og vera með þeim allan daginn alla dagana.

Ég: "Ég myndi ekki gera of miklar vonir um að þau hafi komst í dótabúðir eða þannig að meðan þau eru þarna úti. Ráðstefnan er uppí sveit og þau sögðust ekki ætla að kaupa neitt handa ykkur í þetta skiptið."
HF: "Mamma kaupir sér ábyggilega föt, hún er alltaf að kaupa föt"
HÖ: "Og skipta um föt líka"
HI: "Þó þau séu ekki einu sinni skítug!"
HF og HÖ: "Já ..."
HI: "En þú ert sko ekki þannig!! Þú skiptir aldrei um föt!!!"


... þetta var meint sem hrós krakkar mínir, ég tók því þannig að minnsta kosti:)
og auðvitað komu systir mín og mágur með pakka handa þeim, nokkra;)

Góðar stundir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Börn eru algerlega óborganleg!!! Svo gaman að fylgjast með röksemdafærslum þeirra.