fimmtudagur, janúar 31, 2008

Góðan og blessaðan:)

lífið er heldur tilbreytingalaust þessa dagana hjá mér - vinna, svefn, hundurinn, bækur og vídeó uppí rúmi útaf kuldanum og vindinum:) ég er kannski engin janúarstelpa? enda fædd um sumar ... í lok sumars, ég er svona uppskerubarn:) er það ekki líka til? jújú, það hljómar amk ofsalega hlýlegt og indælt að vera uppskerubarn og það er auðvitað það sem ég er;)



þetta er mynd af uppskerutunglinu og skyndilega hlakka ég til sumarsins:)
eruð þið byrjuð að hugsa um hvað þið ætlið að gera í sumar?

Hérna er líka einn brandari sem mér finnst sérstaklega fyndinn, kannski vegna þess að núna þekki ég af eigin raun svona rónakalla sem ég sé alveg fyrir mér ... draga svona ályktanir:)

A woman was shopping at her local supermarket where she selected:

a half-gallon of 2%, milk, a carton of eggs, a quart of orange juice, a head of romaine lettuce, a 2 lb. can of coffee and a 1 lb. package of bacon

As she was unloading her items onto the conveyor belt to check out, a drunk standing behind her was watching.

While the cashier was ringing up her purchases, the drunk calmly stated, "You must be single."

The woman was a bit startled by this proclamation, but she was intrigued by the derelict's intuition, since she was indeed single. She looked at her six items on the belt and saw nothing particularly unusual about her selections that could have tipped of the drunk to her marital status. Curiosity getting the better of her, she said,

"Well, you know what, you're absolutely correct. But how on Earth did you know that?"

The drunk replied, "'Cuz you're ugly"



Lifið heil

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Góðan daginn:)

ég fékk þessa viðvörun senda beint frá landlækni og ég verð að vara ykkur við kæru vinir!!

Viðvörun frá Landlæknisembættinu:

Ekki kyngja tyggjóinu!!



Lifið heil og hlæjandi:)

mánudagur, janúar 28, 2008

Annað vídeó krakkar mínir, það eru allir að setja vídeó á síðurnar sínar þessa dagana:)

Kröfur um gerð skipa ... og umhverfið líka, horfið til enda:)

annars ætlaði ég að gleðja ykkur þennan mánudaginn á einum brandara sem vinkona mín sendi mér:)

Dag einn, þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti hún fingurbjörgina sína útí ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu og henni til mikillar undrunar birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers vegna grætur þú? Saumkonan svaraði að fingurbjörgin hennar hefði fallið í vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo hún gæti aðstoða bónda sinn við að afla tekna til heimilisins.

Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan svaraði neitandi og þá hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með demantsfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en saumkonan neitaði því. Enn hvarf drottinn ofan í vatnið og kom nú upp með silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta væri sú rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög ánægður með sannsögli konunnar og færði hennir allar fingurbjargirnar þrjár til eignar að launum, og saumkonan hélt glöð heim á leið.

Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir árbakkanum með eiginmanni sínum, datt hann í ána. Þegar hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu, birtist Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna hún gréti? "Æi guð, maðurinn minn datt í ána". Guð stakk sér í ána og kom til baka með Mel Gibson. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann. "Já" hrópaði saumakonan. Drottinn reiddist. "Þú lýgur" sagði hann. "Æ, fyrirgefðu Drottinn, þetta á sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei við Mel Gibsons, hefðir þú næst komið með Tom Cruise og ef ég hefði sagt nei við honum, þá hefir þú komið með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt já við honum þá hefðir þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki lengur eins hress og ég var þegar ég var yngri hefði ég aldrei getað sinnt þeim öllum þremur. Þess vegna sagði ég bara já við Mel Gibson.

Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af góðum og gildum ástæðum og
öðrum til heilla.


Lifið heil

sunnudagur, janúar 27, 2008

Mér finnst maðurinn sem er étinn af kettinum í Síma auglýsingunni alveg eiga það skilið. Hvaða fíbl straujar við óperutónlist og skvettir vatni á aumingja köttinn?

... og ég hef ekkert á móti óperutónlist svo það sé á hreinu ...

Lifið heil

föstudagur, janúar 25, 2008

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Aumingja kötturinn á ekki sjö dagana sæla, hann varð að flýja aftur þegar ég horfði á þetta myndband :)



Góðar stundir
Þetta kitlaði hláturtaugarnar í mér, flissaði köttinn meira að segja úr fanginu á mér:)



Lifið heil

mánudagur, janúar 21, 2008

Góðan og blessaðan daginn og gleðilegan mánudag:)

Mér finnst ég ekki sérlega gjörn á að kvarta á þessari síðu, ég vona að minnsta kosti að þetta sé ekki aðallega væl án þess að ég taki eftir því? Núna hins vegar verð ég að væla svolítið því ég er búin að fá hundleið á ... frekju/tillitsleysi/yfirgangi/tilætlunarsemi íslenskra kvikmyndahúsa! Ég fór að sjá Duggholufólkið síðasta laugardag með tveim litlum frænkum. Myndin er fín og ég get alveg mælt með henni svo ég byrji nú á jákvæðu nótunum:) Mér finnst nauðsynlegt að styrkja íslenskar myndir með því að fara á þær þannig að fólk haldi áfram að gera þær og ég er jafnvel alveg tilbúin til að borga aðeins meira til að sjá þær. EN. Það er alltaf eitt EN - í þessu tilfelli aðeins fleiri að vísu:) Fyrsta EN-ið:

- á undan myndinni voru ótextaðar auglýsingar fyrir 7 eða 8 erlendar myndir, aðeins ein auglýsinganna var fyrir barnamynd en hinar voru nokkrar bannaðar börnum. Ein myndanna sem var auglýst var Atonement sem gerist í Seinni heimstyrjöldinni. Hún er bönnuð börnum og hér er listi yfir ástæður, sumar eins og spítalinn er í trailernum. Frænkurnar voru ekkert hræddar enda vorum við að spjalla á með auglýsingarnar runnu sitt skeið, en ég beið með öndina í hálsinum eftir því að það kæmi eitthvað sem ég vil ekki að þær sjái.

- þegar myndin byrjaði var hár á tjaldinu miðju, þvert yfir myndina. Það hvarf í hléinu en fyrra hluta myndarinnar var skipt í tvo helminga, sitthvoru megin með hárið.

- hléið kom rétt á eftir hápunkti myndarinnar, eftir að draugurinn birtist í annað sinn og "means business". En ég er orðin vön hléum þannig að ég ætla ekki að kvarta yfir þeim. Þau eru alltaf illa tímasett en á barnasýningum er í lagi að þau séu því þá er gráupplagt að fara á klósettið og í sjoppuna.

- eftir hlé hélt myndin áfram þar sem frá var horfið. Morguninn eftir nóttina sem draugurinn birtist og í því sem sönnunargagnið birtist á skjánum, sönnunargagnið sem sannar að draugurinn hafi í alvörunni komið um nóttina!!! Þá kveiknuðu ljósin og slökknaði á myndinni!!!! Við urðum að bíða í nokkrar mínútur áður en myndin fór aftur í gang og þá var hún komin framhjá þessu atriði! Ég var að fylla inní eyðurnar fyrir frænkurnar, spinna hluta af sögunni eins og ég hafi alveg vitað hvað kom á milli?? Ef það kemur svona fyrir þá verður í minnsta lagi að spóla aðeins aftur svo við fáum að sjá öll atriði myndarinnar.

- seinni hlutinn var stóráfallalaus og skemmtilegur. Myndin endaði og endatextarnir (hvað heitir þessi texti, allar persónurnar og myndatökuliðið etc. tilgreint?) byrjuðu að rúlla upp skjáinn en ljósin kviknuðu ekki. Það leið og beið og enn var myrkur í salnum en myndin augljóslega búin. Hafið þið farið með börn í bíó? Þau eru alltaf með húfur og vettlinga og úlpur og sum fara úr skónum og missa nammið sitt og það er alls ekkert grín að koma sér út úr bíósal í myrkri. Það var ekki fyrr en allur textinn var búinn og það var einfaldlega ekki til meiri filma að ljósið kviknuðu. Þá var hægt að finna húfur og vettlinga sem lágu á gólfinu í myrkrinu og koma sér útúr salnum, viss um að vera með allt.

Ég er ekki sátt, það hefur yfirleitt verið eitthvað smá klúður í hvert sinn sem ég hef farið í bíó undanfarið (loftljósin loga eftir hlé, texti myndarinnar rúllar með auglýsingunum etc.) en þetta var bara fáránlegt. Blóðugt að borga fyrir þetta, ég er jafnvel að hugsa um að hætta að fara í bíó, bjóða frændsystkinum bara heim og ráða ljósum og myndum alveg sjálf.

Ég er samt alveg búin að jafna mig og ég varð ekkert eins pirruð og ég hlýt að hljóma en skrifa þetta vegna þess að þetta er ... dónaskapur. Ef þið þekkið einhver sem ber ábyrgð á svona hlutum eins og ég útlistaði hérna að ofan má endilega kynna mig fyrir þeim einstakling. Bíóstjórnendur hafa eflaust eitthvað sér til málsbóta og ég vil endilega fá að heyra hvað það er ... en bönnuðu fullorðinsmynda- auglýsingarnar á undan barnamyndinni finnast mér ófyrirgefanlegar, að sýna þær ber aðeins vott um græði kvikmyndahúseigenda.

Virðingafyllst,
Syneta

laugardagur, janúar 19, 2008

Aumingja pólskir lögfræðingar, í augum enskumælandi er auðveldast að muna pólska orðið fyrir lögfræðing með að sjá fyrir sér rækju með harmónikku:



og pólska orðið fyrir lögfræðing er auðvitað prawnik, þá vitið þið það:)

Góðar stundir

föstudagur, janúar 18, 2008

Við nánari athugun kemur í ljós að ekki er allt pasta skapað eins. Þetta er maðurinn sem býr til allt Barilla pastaið sem við Íslendingar þekkjum og elskum:)



Góðar stundir
Pastaspurningum svarað!! Ég vil þakka Deezu fyrir upplýsingarnar um cannelloniíð hér að neðan og Ása fyrir að senda mér krækju á pastagerðavél sem er hægt að kaupa hérna á Íslandi

Pastafagmenn/framleiðendur kjósa þó líklega að kaupa sér svona massatæki sem þarf heilt herbergi um sig. Þetta er vélarhlutinn sem býr til formin og auðvitað vélin sjálf :)

Svarið er sem sagt, skrúfupasta og cannelloni er gert í vélum:)


Lifið heil

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Ég veit ekki almennilega hvernig mér tókst það en ég er búin að setja barnalæsingu á hurð í bílnum mínum, það væri svo sem alveg í lagi ef það væri ekki bílstjórahurðin. Núna þarf ég alltaf að opna gluggan, teygja mig út og opna utanfrá, frekar hallærislegt:)

En talandi um hallærislegt þá er meira í lífi mínu frekar pínlegt. Ég fór að sjá Alvin og íkornana síðustu helgi með tveim litlum frænkum, sjö og tíu ára. Við vorum að tala saman í hléinu og ég var að segja þeim frá því þegar ég var lítil og íkornarnir voru vinsælir (komst að svolitlu eftir bíóið að vísu, vissuð þið að þessir íkornar eru rúmlega 50 ára gamlir?!). Við töluðum auðvitað líka um hvernig myndin væri og hvað við ætluðum að gera næst þegar við hittumst og svo framvegis. Skyndilega snéri þessi tíu ára sér að mér og sagði:

"Það er svo gaman að fara með þér í bíó ..."
"takk fyrir það" ég ljómaði að sjálfsögðu
"því stundum hlærðu og þú ert sú eina í bíóinu sem hlærð"

ég hló auðvitað, krakkinn hlaut að vera að grínast!!

"já, einmitt svona, þegar þér finnst eitthvað fyndið en engum öðrum, þá heyrist bara í þér"


æðislegt!! :) Þetta var að sjálfsögðu sagt í fullri einlægni og ekki illa meint þannig að ég erfi þetta auðvitað ekkert við hana en stundum er frekar erfitt að taka hrósi barna:) ... var ég búin að segja ykkur frá því hvað við elsta systir mín erum ólíkar samkvæmt syni hennar?

Við vorum að koma frá Drangsnesi, Einar var að keyra, strákarnir sátu þrír í aftursætinu (10 og 11 ára) og ég var að tala við þá um komu foreldra þeirra frá útlöndum seinna um daginn. Ég var búin að passa þá í rétt rúma viku, búa heima hjá þeim og vera með þeim allan daginn alla dagana.

Ég: "Ég myndi ekki gera of miklar vonir um að þau hafi komst í dótabúðir eða þannig að meðan þau eru þarna úti. Ráðstefnan er uppí sveit og þau sögðust ekki ætla að kaupa neitt handa ykkur í þetta skiptið."
HF: "Mamma kaupir sér ábyggilega föt, hún er alltaf að kaupa föt"
HÖ: "Og skipta um föt líka"
HI: "Þó þau séu ekki einu sinni skítug!"
HF og HÖ: "Já ..."
HI: "En þú ert sko ekki þannig!! Þú skiptir aldrei um föt!!!"


... þetta var meint sem hrós krakkar mínir, ég tók því þannig að minnsta kosti:)
og auðvitað komu systir mín og mágur með pakka handa þeim, nokkra;)

Góðar stundir

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Mér leið alveg eins Benjamin Buford Blue áðan nema ég var að tala um kartöflur, hvað annað?

Bubba: Shrimp is the fruit of the sea. You can barbecue it, boil it, broil it, bake it, sautee it. There's shrimp kebabs, shrimp creole, shrimp gumbo, pan fried, deep fried, stir fried. There's pineapple shrimp and lemon shrimp, coconut shrimp, pepper shrimp, shrimp soup, shrimp stew, shrimp salad, shrimp and potatoes, shrimp burger, shrimp sandwich...

... en núna er ég hætt í kartöflubransanum, nema svona í undantekninar tilfellum eins og gerist, ég er bara í einni vinnu þessa dagana og lífið er ljúft:)


Lifið heil krakkar mínir

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Hvernig ætli skrúfupasta sé búið til? Hvernig búa þeir það til og halda "skrúfganginum"? Ætli þeir noti svona sprautu eins og fólk notar til að setja kremmynstur á kökur? Ég reyndi að fletta þessu upp en ég fékk bara uppskriftir (enn sem komið er, ég mun halda áfram að leita) og er orðin ögn ringlaðari, hvernig búa þeir til cannelloni án þess að það klessist??




Góðar stundir

mánudagur, janúar 07, 2008

Hvurnig fannst ykkur Áramótaskaupið?:)

Æi, ég ætlaði að vera búin að blogga fyrir lifandi löngu en ég er bara ekki búin að því ennþá ... hver kannast ekki við það? Vörtusalan hefur verið í gangi hérna hjá mér á meðan ég var að taka saman jóladót, ég réð ekki við að hlusta á sápuóperuna sem var í gangi - fjörgamall maður fékk hjartaáfall og það voru allir að flashbacka á það sem hann hafði sagt og gert og ... snert, ég hreinlega gat ekki meir!

Nýja árið hefur verið afskaplega gott en merkilega fullt af vinnu miðað við hvað það er komið skammt á veg, ég byrjaði árið vinnandi og ég er ennþá í vinnunni:) ég hef að sjálfsögðu farið heim á milli, skellti mér í bíó um daginn líka, mæli með því og félagsskapnum líka;)

Læt heyra í mér við betra tækifæri en þangað til ætla ég að leyfa ykkur að njóta brandara sem fékk mig til að hlæja upphátt;)

Yesterday I was buying a large bag of Purina dog chow for Athena the wonder dog, at Wal-Mart and was about to check out. A woman behind me asked if I had a dog....

On impulse, I told her that no, I didn't have a dog, and that I was starting the Purina Diet again. Although I probably shouldn't, because I'd ended up in the hospital last time, but that I'd lost 50 pounds before I awakened in an intensive care ward with tubes coming out of most of my orifices and IVs in both arms.

I told her that it was essentially a perfect diet and that the way that it works is to load your pants pockets with Purina nuggets and simply eat one or two every time you feel hungry and that the food is nutritionally complete so I was going to try it again.

(I have to mention here that practically everyone in the line was by now enthralled with my story.)

Horrified, she asked if I ended up in intensive care because the dog food poisoned me.

I told her no; I stepped off a curb to sniff an Irish Setter's ass and a car hit us both.

I thought the guy behind her was going to have a heart attack, he was laughing so hard!!!!

WAL-MART won't let me shop there anymore!!!



Lifið heil

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Gleðilegt ár rúsínurnar mínar!!

ég vona að nýja árið verði fullt af ári og friði:)

Lifið heil