mánudagur, janúar 31, 2005

Ég var að fá nafnlaust sms frá símanum.is með ábendingu um grein í einu blaðanna í morgun? gleymdist að "kvitta" undir eðe er einhver að vera mysterious?:) hvort heldur sem er á þakka ég kærlega fyrir ábendinguna, hún mun koma sér einstaklega vel:)

var að koma úr leikfimi og er búin að lesa nokkrar blaðsíður og klukkan er bara níu - mér finnst ég frekar dugleg:) sérstaklega miðað við að hafa tekið næstum 48 klukkutíma lestrar og fyrirlestrartörn um helgina - við, Deppo og ég:), vorum farnar að rífast eins og fólk sem hefur verið gift í fimmtíu ár í gærkvöldi:) en hún kynnti mig fyrir bananastykkjum, þið sem hafið aldrei smakkað bananastykki verðið að gera það - verkefni þessarar viku er að smakka eitt svoleiðis, fæst í Björnsbakaríi:) ... mitt verkefni verður að smakka það ekki meira í þessari viku:)

það er frekar mikið að gera framundan þannig að ef þið viljið ná sambandi við mig mæli ég með tölvupósti, ég tékka alltaf á honum en hef símann á sælent þangað til um miðja nótt - þegar ég sé að þið hafið hringt en ykkur langar ekki til að heyra frá mér, þeir sem vilja fá símtal um miðja nótt hins vegar rétta upp hend, ég mun hafa samband;)

ætla að halda áfram að lesa, takk fyrir smsið þangað út og lifið heil

góðar stundir

Engin ummæli: