Forsíða Morgunblaðsins 21. janúar 1984
Leigjendur séu allsberir
Houston, Texas, 20. janúar. AP.
Leigjendum í 278 íbúða blokk í Houston Texas hefur verið gert að taka erfiða ákvörðun fyrir 1. mars nk. Annaðhvort verða þeir að ganga um naktir eða hypja sig út úr húsnæðinu.
Íbúarnir verða að ganga um allsberir á ákveðnum stöðum í blokkinni. Til dæmis má enginn nota sundlaugina, gufubaðið og heitu pottana nema hann sé allsnakinn og það sama gildir um félagsmiðstöðina.
Ástæðan fyrir þessum skilmálum er sú, að leigumarkaðurinn í Houston er eitthvað hálflélegur nú um stundir og eigendur blokkarinnar gera sér vonir um, að hún verði eftirsótt af strípalingum.
“Þeir sögðu okkur, aða ef við vildlum ná í póstinn, þá yrðum við að vera allsber og það sama gildir um sundlaugina,” sagði einn leigjendanna, sem fyrir eru, en þeir eru að sjálfsögðu ævareiðir yfir afstöðu eigendanna.
föstudagur, janúar 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli