þriðjudagur, janúar 04, 2005

það er frábært að eiga jeppa:) fyrir utan hvað er gaman að keyra hann þá er ég að fara í alvöru jeppaferðalag um helgina með alvöru jeppafólki - ég veit að einn jeppinn verður svona drauma-Land Rover sem getur keyrt í kafi... jamms, mig langar í svoleiðis:) en ég er mjög sátt við minn auðvitað:)

ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað fólk tekur með sér í svona ferðir þannig að ég hringdi í töffarann bróður minn og spurði hvað ég ætti að taka með mér:
"áttu ekki kraftgalla eða eitthvað?"
"jú"
"farðu í honum og gönguskónum þínum, hvar gistið þið?"
"í einhverjum skála"
"taktu þá hlý föt til að vera í inni og farðu með svefnpokann sem er heima hjá mömmu og pabba, hann þolir -50°C frost"
"heldurðu að það sé nauðsynlegt?"
"það er betra því það getur orðið frekar svalt í janúar. Ég skal lána þér verkfæri, þrýstingsmæli, loftdælu og kaðal og skóflu, þú verður að vera með skóflu og kaðal"
"eitthvað fleira?"
"nei"

... skófla, kaðall og hlý föt er sem sagt það nauðsynlegasta í svona ferð, en mig grunar að bróðir minn sé of mikill töffari... mér dettur samt ekkert meira í hug, nema kannski kakó og aukanærbuxur:)

Engin ummæli: