Forsíða Morgunblaðsins 20. janúar 1984
Farþegar ærðust í hitanum
Rio de Janeiro, 18. janúar. AP.
Einhver mesta hitabylgja, sem um getur á þeim slóðum, hefur herjað á íbúa Rio de Janeiro undanfarna daga. Hefur hún staðið í 9 daga og hitinn ekki farið niður fyrir 40 stig á daginn.
Hvar sem rennandi vatn er að finna þyrpist fólk að og gosbrunnar minna einna helst á almenningssundlaugar. Slíkt er ástandið, að fólk hleypur á eftir vatnsúðunarbílum, þar sem þeir aka um göturnar og kæla malbikið í svækjunni.
Hitinn hefur þó ekki aðeins leitt til meiri ásóknar borgarbúa í vatn en venja ber til. Afbrot hafa verið óvenjutíð og í vikunni bar það til, að farþegar í strætisvagni ærðust þegar loftkælingin bilaði. Bundu þeir bílstjórann á höndum og fótum, óku vagninum að næstu lögreglustöð og kröfðust endurgreiðslu. Af ótta við barsmíðar jánkaði saklaus lögregluþjónn kröfunni og lofaði farþegunum því að auki, að strætisvagnafyrirtækið yrði sektað.
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli