sunnudagur, janúar 23, 2005

ég er að taka þátt í rannsókn, mjög sniðug líka:) eitthvað um styktarmælingar og þrek ... mjög sniðugt allt saman:) ég þarf að vísu að vakna fáránlega snemma næstu átta vikurnar þannig að ég ætla að fara að sofa klukkan átta á hverju kvöldi... nei, ég að vinna níu þannig að ég fer eitthvað seinna að sofa en samt snemma;)

núna er ég að reyna að komast í gegnum bók sem heitir Making Sex, hún er um það hvernig litið hefur verið á kynin frá upphafi til okkar daga, hvernig kynhlutverkin urðu til og þannig:) mjög merkileg bók og það verður ábyggilega skemmtilegt að semja þennan fyrirlestur sem við eigum að halda 3. febrúar ... jamms, um að gera að halda því fram að eitthvað sé skemmtilegt því það er aldrei sérlega skemmtilegt að semja fyrirlestur er það nokkuð?:)

er með Shrek II í gangi og er alltaf að taka eftir nýjum bröndurum, til dæmis stendur IX á ástarlyfinu sem kóngurinn á að byrla Fionu eins og í laginu Love Potion Number Nine:) mjög sniðugt:)

góðar stundir

Engin ummæli: