mánudagur, janúar 31, 2005

Ég var að fá nafnlaust sms frá símanum.is með ábendingu um grein í einu blaðanna í morgun? gleymdist að "kvitta" undir eðe er einhver að vera mysterious?:) hvort heldur sem er á þakka ég kærlega fyrir ábendinguna, hún mun koma sér einstaklega vel:)

var að koma úr leikfimi og er búin að lesa nokkrar blaðsíður og klukkan er bara níu - mér finnst ég frekar dugleg:) sérstaklega miðað við að hafa tekið næstum 48 klukkutíma lestrar og fyrirlestrartörn um helgina - við, Deppo og ég:), vorum farnar að rífast eins og fólk sem hefur verið gift í fimmtíu ár í gærkvöldi:) en hún kynnti mig fyrir bananastykkjum, þið sem hafið aldrei smakkað bananastykki verðið að gera það - verkefni þessarar viku er að smakka eitt svoleiðis, fæst í Björnsbakaríi:) ... mitt verkefni verður að smakka það ekki meira í þessari viku:)

það er frekar mikið að gera framundan þannig að ef þið viljið ná sambandi við mig mæli ég með tölvupósti, ég tékka alltaf á honum en hef símann á sælent þangað til um miðja nótt - þegar ég sé að þið hafið hringt en ykkur langar ekki til að heyra frá mér, þeir sem vilja fá símtal um miðja nótt hins vegar rétta upp hend, ég mun hafa samband;)

ætla að halda áfram að lesa, takk fyrir smsið þangað út og lifið heil

góðar stundir

föstudagur, janúar 28, 2005

flott, ég tékkaði hvort dauða-aldurinn minn hefði publishast eðlilega, skrollaði niður og sá að ég var gestur númer 11.111:) ég er að hugsa um að verðlauna mig fyrir það með einhverju geðveikt skemmtilegu eftir vinnu:) sá/sú sem er númer 22.222 fær líka verðlaun;)

I am going to die at 72. When are you? Click here to find out!


ég DEY 72 og ER 27 - tilviljun??:)

góðar stundir

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Forsíða Morgunblaðsins 16. ágúst 1984

Ölvaður simpansi
New York, 15. ágúst.

Ölvaður simpansi kastaði sér út um glugga í New York, beit í tá á nágrannakonu sinni og daðraði við lögreglukonu, áður en hægt var að tjónka við hann.
Apinn hefði komist í vínbirgðir heimilisins, þegar hann var skilinn einn eftir heima, og hafði sturtað í sig tveimur bjórum og stórum slurk af vodka, að sögn lögreglunnar.

Góðar stundir

miðvikudagur, janúar 26, 2005

vinur minn var að benda mér á þessa síðu
http://www.thingsmygirlfriendandihavearguedabout.com/

klikkað fyndið - mæli hiklaust með henni:D

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Það heppnaðist allt bara vel í gær og Slysavarnafélagið Landsbjörg stóð heiðursvörð fyrir utan Dómkirkjuna þegar við komum út - ótrúlega flott hjá þeim! Ef einhver les þetta sem var í verðinum þá var þetta glæsilegt - líka ef þú sem lest þetta þekkir einhvern sem var í verðinum máttu alveg láta vita af því;)

ætlaði að vera rosalega dugleg að lesa um kynlíf í hádegsihléinu mínu en ég asnaðist til að taka tölvuna of snemma uppúr töskunni og hef verið að bæta upp fyrir lítinn blogglestur undanfarið:) rosalega sniuðgt þegar líður óðum að þessum blessaða fyrirlestri er þaggi? jújú ... þetta reddast, ég meina hversu erfitt er að tala um kynlíf í tuttugu mínútur? ekki erfitt en smá galli að fyrirlesturinn þurfi að byggja á ákveðinni bók... núna er ég að fara að hlusta á fyrirlestur um kyn og gervi, sem María Pálsdóttir leikkona ætlar að flytja fyrir okkur:)

sunnudagur, janúar 23, 2005

ég er að taka þátt í rannsókn, mjög sniðug líka:) eitthvað um styktarmælingar og þrek ... mjög sniðugt allt saman:) ég þarf að vísu að vakna fáránlega snemma næstu átta vikurnar þannig að ég ætla að fara að sofa klukkan átta á hverju kvöldi... nei, ég að vinna níu þannig að ég fer eitthvað seinna að sofa en samt snemma;)

núna er ég að reyna að komast í gegnum bók sem heitir Making Sex, hún er um það hvernig litið hefur verið á kynin frá upphafi til okkar daga, hvernig kynhlutverkin urðu til og þannig:) mjög merkileg bók og það verður ábyggilega skemmtilegt að semja þennan fyrirlestur sem við eigum að halda 3. febrúar ... jamms, um að gera að halda því fram að eitthvað sé skemmtilegt því það er aldrei sérlega skemmtilegt að semja fyrirlestur er það nokkuð?:)

er með Shrek II í gangi og er alltaf að taka eftir nýjum bröndurum, til dæmis stendur IX á ástarlyfinu sem kóngurinn á að byrla Fionu eins og í laginu Love Potion Number Nine:) mjög sniðugt:)

góðar stundir

You are 73% Virgo





föstudagur, janúar 21, 2005

Forsíða Morgunblaðsins 21. janúar 1984

Leigjendur séu allsberir
Houston, Texas, 20. janúar. AP.

Leigjendum í 278 íbúða blokk í Houston Texas hefur verið gert að taka erfiða ákvörðun fyrir 1. mars nk. Annaðhvort verða þeir að ganga um naktir eða hypja sig út úr húsnæðinu.
Íbúarnir verða að ganga um allsberir á ákveðnum stöðum í blokkinni. Til dæmis má enginn nota sundlaugina, gufubaðið og heitu pottana nema hann sé allsnakinn og það sama gildir um félagsmiðstöðina.
Ástæðan fyrir þessum skilmálum er sú, að leigumarkaðurinn í Houston er eitthvað hálflélegur nú um stundir og eigendur blokkarinnar gera sér vonir um, að hún verði eftirsótt af strípalingum.
“Þeir sögðu okkur, aða ef við vildlum ná í póstinn, þá yrðum við að vera allsber og það sama gildir um sundlaugina,” sagði einn leigjendanna, sem fyrir eru, en þeir eru að sjálfsögðu ævareiðir yfir afstöðu eigendanna.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Forsíða Morgunblaðsins 20. janúar 1984

Farþegar ærðust í hitanum
Rio de Janeiro, 18. janúar. AP.

Einhver mesta hitabylgja, sem um getur á þeim slóðum, hefur herjað á íbúa Rio de Janeiro undanfarna daga. Hefur hún staðið í 9 daga og hitinn ekki farið niður fyrir 40 stig á daginn.
Hvar sem rennandi vatn er að finna þyrpist fólk að og gosbrunnar minna einna helst á almenningssundlaugar. Slíkt er ástandið, að fólk hleypur á eftir vatnsúðunarbílum, þar sem þeir aka um göturnar og kæla malbikið í svækjunni.
Hitinn hefur þó ekki aðeins leitt til meiri ásóknar borgarbúa í vatn en venja ber til. Afbrot hafa verið óvenjutíð og í vikunni bar það til, að farþegar í strætisvagni ærðust þegar loftkælingin bilaði. Bundu þeir bílstjórann á höndum og fótum, óku vagninum að næstu lögreglustöð og kröfðust endurgreiðslu. Af ótta við barsmíðar jánkaði saklaus lögregluþjónn kröfunni og lofaði farþegunum því að auki, að strætisvagnafyrirtækið yrði sektað.

Góðar stundir

þriðjudagur, janúar 18, 2005

ég er með ömurlegt lag á heilanum, íslensku útgáfuna af Rockin' Robin með Ragga Bjarna:

flottur jakki, tweed, tweed, tweed (tweed jakki)...

eru ennþá til vinsældarlistar, topp tíu lög á útvarpsstöðvum og þannig... var bara að pæla því ég var að vinna lengur í gærkvöldi og var að hlusta á Rás 2 og Ragnheiði Jónsdóttur... ég er að hugsa um að hlusta meira á hana svo ég geti orðið hrikalega góð í Popppunkti:) ég veit slatta um Black Sabbath og Pantera eftir gærkvöldið;)

föstudagur, janúar 14, 2005

erfiður dagur, um að gera að taka svona próf:)





You Are 18 Years Old



18





Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.




góðar stundir
Góðan og blessaðan:)

það eru komnar fullt af myndum úr ferðinni á netið og ég er búin að fá leyfi til að krækja á aðalmyndasíðuna (með linkum á fleiri síður) þannig að ef þið hafið áhuga á að sjá myndir þá eru þær hérna og það eru fleiri myndir á leiðinni:)

er frekar föst í bókum þessa dagana, bókaseríu réttara sagt sem ég hef ekki lesið fyrr en núna og skil ekkert í mér því þær eru æsispennandi og skemmtilegar og ætlaðar unglingum, auðvitað:)

góðar stundir

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Missti óvart af skólanum í gær þannig að ég byrja í dag... steingleymdi því að ég þyrfti að byrja aftur og svaf yfir mig, svaf yfir mig í vinnuna líka en ég var líka gersamlega búin á því eftir helgina:)

næsta skipulagða ferð er víst fyrstu helgina í febrúar en hún verður miklu "mannúðlegri" með heitum potti, rennandi vatni, örbylgjuofni og ísskáp samt svipað langt út úr bænum og jökull í næsta nágrenni sem Willisinn minn kemst kannski uppá, ég ætla að minnsta kosti að prófa:)

annars mest lítið að frétta svona almennt séð þannig að ég læt þetta duga þangað til ég er búin að fara í skólann og hitta kennarann minn... mig minnir að hann sé hálfgerður asni en ég vona heitt og innilega að ég hafi rosalega rangt fyrir mér því ég nenni ekki að taka kúrsinn og ef kennarinn er "sérstakur" verður þessi önn mörder:)

góðar stundir

mánudagur, janúar 10, 2005

Sjjjjiiiitttt hvað var GAMAN!!!!
mæli með að allir fari í Þórsmörk um vetur:) ég fór einu sinni um vor að vísu (10. bekkjarferðin) en ég man merkilega lítið eftir henni vegna .... jamms, ætla ekki út í það hérna;)

ég varð bara nokkrum sinnum hrædd á leiðinni, sem er stórmerkilegt vegna þess að ég hef þvertekið fyrir það að fara út úr bænum um vetur alla ævi því ég er svo hrædd við þetta allt saman - snjó og myrkur og vind og kulda og skafrenning etc., gersamlega óraunhæfur ótti, I know, en það kallast fóbía - kommon sumir eru með fóbíu fyrir mönnum með skalla, peladophobia, fallegum konum, caligynephobia, og rúmum eða að fara í rúmið, clinophobia, mér finnst ekkert asnalegt að vera með fóbíu fyrir að fara í vetrarferðalög... ég er líka afkomandi Reynistaðabræðra og sjáið hvernig fór fyrir þeim!:)

anívei... skemmti mér hrikalega vel - nema á leið yfir Hellisheiðina, held að ég sé ennþá með nokkra vöðva fasta í bakinu eftir að hafa keyrt yfir heiðina í gærkvöldi á leið í bæinn, þegar ég var loksins komin að Rauðavatni hefði verið hægt að grilla pylsur á eyrunum á mér ... ég hefði líka getað stungið höfðinu á mér ofaní bala fullan af vatni og fengið það til að sjóða:) ... kannski er ég ekki með vetrarferðarfóbíu heldur Hellisheiðafóbíu?:) pæling ...

segi ferðasöguna seinna... þegar ég á ekki að vera að vinna;)

góðar stundir:)

P.S. ég er aftur orðin mjög rétthent, hægri höndin á mér er næstum tvisvar sinnum stærri en sú vinstri - er að reyna að muna hvort ég hafi eitthvað notað vinstri hendina í ferðinni... hlýtur að vera því án hennar hefði ég varla getað reimað skónna mína;)

fimmtudagur, janúar 06, 2005

var að læra soldið nýtt í gær:
Samkvæmt útvarpslögum ber eiganda viðtækis, sem nýta má til móttöku á útsendingum Ríkisútvarpsins, að greiða afnotagjald, útvarpsgjald, af hverju tæki. Þó skal aðeins greiða eitt útvarpsgjald fyrir einkaafnot fjölskyldu á heimili.

... tölvur með nettengingu flokkast undir viðtæki sem nýta má til móttöku á útsendingum Ríkisútvarpsins .... löglegt kannski en mér finnst það siðlaust að rukka fyrir tölvur bara vegna þess að það er hægt að fara inná ruv.is og hlusta á útvarpið ...

þriðjudagur, janúar 04, 2005

það er frábært að eiga jeppa:) fyrir utan hvað er gaman að keyra hann þá er ég að fara í alvöru jeppaferðalag um helgina með alvöru jeppafólki - ég veit að einn jeppinn verður svona drauma-Land Rover sem getur keyrt í kafi... jamms, mig langar í svoleiðis:) en ég er mjög sátt við minn auðvitað:)

ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað fólk tekur með sér í svona ferðir þannig að ég hringdi í töffarann bróður minn og spurði hvað ég ætti að taka með mér:
"áttu ekki kraftgalla eða eitthvað?"
"jú"
"farðu í honum og gönguskónum þínum, hvar gistið þið?"
"í einhverjum skála"
"taktu þá hlý föt til að vera í inni og farðu með svefnpokann sem er heima hjá mömmu og pabba, hann þolir -50°C frost"
"heldurðu að það sé nauðsynlegt?"
"það er betra því það getur orðið frekar svalt í janúar. Ég skal lána þér verkfæri, þrýstingsmæli, loftdælu og kaðal og skóflu, þú verður að vera með skóflu og kaðal"
"eitthvað fleira?"
"nei"

... skófla, kaðall og hlý föt er sem sagt það nauðsynlegasta í svona ferð, en mig grunar að bróðir minn sé of mikill töffari... mér dettur samt ekkert meira í hug, nema kannski kakó og aukanærbuxur:)

mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt ár alle sammen:)

fékk 5, 6, 7 og 8 South Park seríuna um daginn, ógeðslega eru þetta sjúkir þættir - ég fíla þá í ræmur;)

hef ekki mikið að segja annað en að ég er ekki hætt að blogga ... þangað til næst,

góðar stundir