miðvikudagur, mars 26, 2008

Góðan og blessaðan:)

allir búnir að skila skattaskýrslunni sinni?? :)

ég er búin með mína:) vinkona mín kom í hábít til mín (hábítur er íslenska orðið yfir brunch víst ... veit ekki alveg hvað mér finnst um það ennþá:)) á mánudagsmorguninn og hún reddaði þessu fyrir okkur Gunnar - tók hana bara nokkrar mínútur enda sérfræðingur í svona efnum. Núna er hún ráðin for life því ég hef komist að því að sumt í lífinu er þess virði að borga fyrir, að þurfa ekki að hafa áhyggjur af skattaskýrslunni er eitt þeirra:)

Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri sérlega sleip í skandinavísku en ég vona núna að ég sé verri en ég tel mig vera. Ég er að vona að ég hafi misskilið spurningarnar í þessari könnun hér að neðan.




logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Hufsa
Du er Hufsa! Du er skummel og nesten alle er redd deg. Bakken fryser til is der du går, men egentlig vil du ikke skremme noen du vil bare ikke være alene.
Ta denne quizen på Start.no


Jækks!!! ég er einhvurt skrímli!!


Góðar stundir

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég samþykki ekki hábít!!!! Hver eru rökin bak við það. Gæti alveg eins verið "hurð" sem væri þá Hádegismatur og dögURÐ - hábítur liggur alltof nálægt nábítur fyrir mig!

Du er Snusmumriken! Du er modig og rolig. Du er også selvstendig og kan ta vare på deg selv, men du er likevel venn med alle. - ég er semsagt hugrökk og varkár, sjálfstæð og get séð um mig sjálf en er á sama tíma vinur allra!!! Ég er ekki hrædd við þig þó þú eigir að vera skrýmsli:)

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á hábít, ætla að prófa orðið við tækifæri. Ég hef nefnilega haft tilhneigingu til að brönsa ...

Ég hef líka ráðið mér endurskoðanda, a.m.k. til æviloka hans. Það er fullkomlega 15 kúlna virði.

BerglindSteins

Lára sagði...

Afsakið, er þetta ekki Morrinn?

Ég var Hattífatti ;)

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.
Hábít... veit ekki, of skylt nábít og hljómar eins og habit. Góð tilraun samt.
Ég borða þegar mig langar til, reyni samt að njóta matar....reglulega.

Skattskýrsla.... Gjalda keisaranum það sem keisarans er.. voða er ég eitthvað eignalítill þessa dagana. Á hvorki skuldir né eignir. Veistu, mér hefur aldrei fundist ég eins frjáls.

Hehehe... ég er Múmínmamma skv. þessu prófi ! það er nú bara eins gott finnst maður er að gerast pabbi á gamals aldri.

Farinn að sofa, löng fríhelgi framundan.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson

Nafnlaus sagði...

Hábítur sökkar, minnir á nábít. Ég nota orðið dagverður :) þegar ég nota ekki bröns hehe