mánudagur, desember 17, 2007

Ég fattaði svolítið um daginn sem mig langar til að deila með ykkur.

Ég held að við getum öll verið vínsmökkunarfólk og sælkerar (sælkerar eru þeir kallaðir sem borða mat og hafa stærri orðaforða til að lýsa honum en við venjulega fólkið sem notum "gott" og "mjög gott" yfir ... góðan mat) - ef okkur langar til að verða svoleiðis fólk. Eyrun á mér skilja orðin sem eru notuð til að lýsa vínum en tungan á mér finnur bara muninn á góðum vínum og vondum vínum, súrum og römmum. Ég hef aldrei fundið bragð af eik eða sítrusávöxtum eða leðri eða lakkrís í vínglasi. En líklega er það vegna þess að ég hef ekki drukkið nægilega mikið vín um ævina, ég hef heldur ekki borðað sælkeramat nægilega oft til að læra inná hann. En ef ég drekk meira og borða meira er ég viss um að ég gæti líka orðið sælkeri! Þið getið það líka og ég hvet ykkur því til að gera litla tilraun á ykkur, tilraun sem ég gerði á sjálfri mér óvart.

VS.

Ég fór í búð um daginn til að kaupa mér hádegismat, ég keypti mér samloku og kókómjólk en vegna þess að ég var að flýta mér tók ég kókómjólk í flösku í stað fernu (hún var í samlokukælinum í andyrinu, fernur voru innar í búðinni geri ég ráð fyrir). Ég hafði aldrei smakkað kókómjólk í flösku og ég verð að segja að ég stefni á að halda mér frá þeim í framtíðinni. Þetta er alls ekki sama kókómjólkin! Ég er nokkuð viss um að þeir þarna í MS blandi alla kókómjólk eins þannig að munurinn hlýtur að liggja í eðli flöskunnar og fernunnar og hvernig kókómjólkin fer mismunandi upp í neytandann ... kannski ég gefi flöskukókómjólkinni einn séns enn og drekk hana með röri? Alvöru mjóu, kókómjólkurröri? Ef hún bragðast "venjuleg" þá skal ég hætta að gera grín að fólki sem getur bara drukkið ákveðin vín úr ákveðnum glösum og hætta að hugsa með sjálfri mér að þetta fólk sé skrítið ... já, þá vitiði það, mér hefur alltaf fundist sælkerar vera skringilegt fólk;)

Góðar stundir

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski ættirðu að kaupa tvær fernur af kókómjólk, setja í glös og taka the pepsi challenge?

Gummi

Tinna vinkona þín sagði...

og kappa kakómjólk í þriðja glasið. mér finnst hann bestur

Lára sagði...

ég er svo sammála! Þetta er eins og með trópí í flöskum - óeðlilegt plastbragð af honum... án gríns!

Fernur all the way

Nafnlaus sagði...

Já, segir "gamla" fólkið ekki líka alltaf að kók sé best í pínulitlu glerflöskunum?

VallaÓsk sagði...

hmm "gamla" fólkið og þar með ég segir að kók (eða allt annað gos) bragðist best úr litilli gler!!! Ég var hætt að borða viðbættan sykur þegar kókómjólk í flösku og kappi mætir á svæðið svo ég get ekki hjálpað þér að bragðgreina það.
Ég borðaði sælkeramat í gærkvöld með góðu þurru rauðvíni sem samt var ekki of bragðmikið!!! Sælkeramatur eins og humarhalar í blabla beði með bla bla grænmeti og hvítri aspasfroðu er mjög gott en mér finnst soðinn fiskur og nýjar kartöflur líka gott:oD

Nafnlaus sagði...

Húmm þetta meikar sens með rörin, þar sem þú ert að spýta vökvanum á lítinn fjölda bragðlauka samanborið við það ef þú drekkur sama vökvann úr glasi þar sem vökvinn dreifist jafnt um munnin. Ég hélt alltaf að kók í gleri bragðaðist betur út af sápunni sem þeir nota til að þrífa glerin? Hvernig ætli kaffi bragðist með röri?

Gummi