... og hvað haldiði ég er barasta ekki neitt dauð, hef bara ekkert bloggað, fréttir um andlát mitt eru stórlega ýktar ...
Vissuð þið að það er eiginlega enginn matur til sölu í Europris nema eitthvað skringilegt í lofttæmdum umbúðum eða dósum, jú og nammi og gæludýramatur. Ég fór að versla þar um daginn, gekk ekki. Þegar ég labbaði inn var fullt af dósamat og heill haugur af svona bakarísdóti sem rennur ekki út fyrr en árið sem ég fer á eftirlaun og allt í einu var ég komin í skyrtur og nærbuxur og blautgalla og skurðarbretti sem hættu að lokum í ritföngum og sápu og nammi ... mjög merkileg búð og ég keypti mér sápu sem ilmaði vel eftir að hafa rætt um mismunandi lyktir við eldri konu sem virtist jafnvillt og ég. Við þefuðum af öllum tegundunum og keyptum okkur að lokum eins, Peach & Acacia.
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli